Vilja skýrslu um innflytjendur og fæðingartíðni

Þing­menn Mið­flokks og Sjálf­stæð­is­flokks vilja 100 ára spá um fæð­ing­ar­tíðni Ís­lend­inga og fjölg­un inn­flytj­enda.

Vilja skýrslu um innflytjendur og fæðingartíðni
Snorri Másson Þingmaður Miðflokks er fyrsti flutningsmaður tillögunnar. Mynd: Golli

Þingmenn úr röðum Miðflokks og Sjálfstæðisflokks hafa beðið dómsmálaráðherra um skýrslu um íbúaþróun á Íslandi og áhrif innflytjenda á hana.

„Mikilvægt er að átta sig á því hver íbúasamsetning er hér á landi og áhrifum innflytjenda á þróun hennar,“ segir í tillögu þingmannanna. „Flutningsmenn vonast til þess að með skýrslunni verði hægt að gera sér grein fyrir hvert umfang fólksflutninga hefur verið hingað til lands. Auk þess hefur fæðingartíðni hér á landi aldrei verið lægri og óvíst hverjar langtímaafleiðingar lægri fæðingartíðni verða.“

Skýrslubeiðnin kemur frá þingmönnunum Snorra Mássyni, Bergþóri Ólasyni, Ingibjörgu Davíðsdóttur, Karli Gauta Hjaltasyni, Nönnu Margréti Gunnlaugsdóttur, Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, Sigríði Á. Andersen, Þorgrími Sigmundssyni, Diljá Mist Einarsdóttur, Njáli Trausta Friðbertssyni og Vilhjálmi Árnasyni.

Þingmennirnir óska eftir upplýsingum um þróun íbúasamsetningar síðustu tuttugu ára með tilliti til þjóðernis íbúa Íslands og á hvaða grunni innflytjendur hafa fengið dvalarleyfi. Þá óska þeir eftir spá um íbúaþróun næstu 100 árin samkvæmt eftirfarandi sviðsmyndum: „Innflytjendum og afkomendum innflytjenda fjölgi eða fækki og fæðingum Íslendinga fækki, fjölgi eða þær haldist óbreytt.“

Loks er vísað í danska rannsókn sem sýnir að árið 2096 kunni meirihluti íbúa Danmerkur að vera innflytjendur eða börn innflytjenda ef fæðingartíðni og fjölgun innflytjenda haldast óbreytt.

„Landsmenn eldast um leið og aðfluttum fjölgar og afkomendum þeirra,“ segir í tillögunni. „Þetta hefur áhrif á efnahagsmál, innviði, heilbrigðismál o.s.frv. og því mikilvægt að gera eins góðar spár um þessa þróun og mögulegt er. Samanburður er nauðsynlegur og hann er t.d. hægt að fá með því að framkvæma sams konar rannsókn og gerð var í Danmörku og vísað er til hér að framan.“

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Vilborg Norðdahl skrifaði
    Er unga fólkið í þessum flokkum að gera sitt til að fjölga Íslendingum fyrst flokksfólkið í þessum flokkum hefur svona miklar áhyggjur af að innflytjendum fjölgi á kostnað okkar Íslendinga.
    6
  • SIB
    Sigurður I Björnsson skrifaði
    Gylfi Magnússon fjallaði um svona útreikninga í útvarpsþætti í vetur. Hann talaði um ef við tækjum punktstöðu núna og miðuðum við núverandi fæðingartíðni og Gerðum Ísland svo innflytjenda hlutlaust, semsagt það kæmu bara jafnmargir inn og færu út. Þá myndi staðan um næstu aldamót vera sú að það væru sirka 100.000 færri á vinnumarkaði. Ég held að þetta fólk sé ekki að fiska eftir staðreyndum heldur hughrifum til markaðssetningar til að geta haldið sinni notalegu vel launuðu innivinnu.
    19
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Vegir sem valda banaslysum
6
FréttirFerðamannalandið Ísland

Veg­ir sem valda bana­slys­um

Í Ör­æf­un­um hef­ur auk­in um­ferð haft al­var­leg­ar af­leið­ing­ar í för með sér en inn­við­ir eru ekki í sam­ræmi við mann­fjölda á svæð­inu og bíl­slys eru al­geng. Stefnt er að því að fá sjúkra­bíl á svæð­ið í vet­ur í fyrsta skipti. Ír­is Ragn­ars­dótt­ir Peder­sen og Árni Stefán Haldor­sen í björg­un­ar­sveit­inni Kára segja veg­ina vera vanda­mál­ið. Þau hafa ekki tölu á bana­slys­um sem þau hafa kom­ið að.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
2
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár