Samningur Hafnarfjarðarbæjar og HS Orku á Krýsuvíkursvæðinu hefur verið gagnrýndur af ferðaþjónustunni og náttúruverndarsamtökum. Samningurinn felur í sér jarðhitarannsóknir HS Orku á svæðinu. Fyrsta rannsóknarborunin hófst í apríl við Sveifluháls. Davíð Arnar Stefánsson, félagi í Náttúruverndarsamtökum Suðvesturlands og oddviti Vinstri Grænna í Hafnarfirði, segir Seltún mjög nálægt fyrirhugaðri virkjun.
Samningur Hafnarfjarðar og HS Orku „miðar að því að kanna möguleika þess að virkja jarðvarma og vinna grunnvatn í landi Krýsuvíkur á hagkvæman og umhverfisvænan hátt, samhliða uppbyggingu auðlindagarðs þar sem frekari nýting vinnslustrauma getur farið fram.“ Þá verður áhersla „á uppbyggingu vistvænnar ferðaþjónustu, sem fellur vel að umhverfi og náttúru, ásamt aðstöðu til útivistar auk grænnar atvinnustarfsemi á borð við þörungaræktun, náttúrulega efnavinnslu, ræktun í gróðurhúsum og fleira.“ Áætlað er að orkuver á Sveifluhálssvæðinu geti hitað upp allt að 50.000 manna byggð.

Vilja eldfjallaþjóðgarð
Davíð Arnar Stefánsson segir: …
Athugasemdir