„Dýraverndarfélögum ber að veita yfirvöldum aðhald og bæta þannig velferð dýra,“ segir Linda Karen Gunnarsdóttir, formaður Dýrverndarsambands Íslands en úrskurður féll í vikunni hjá atvinnuvegaráðuneytinu þar sem því var hafnað að hnekkja ákvörðun Matvælastofnununar (MAST) um að kæra ekki bónda vegna brots á lögum um dýravelferð í tengslum við blóðmerahald. Málið sem um ræðir vakti mikla athygli þegar sýndar voru leynilegar upptökur þar sem hross voru beitt harðýðgi við blóðmerahald. Formaður Flokks fólksins og félagsmálaráðherra, Inga Sæland var ofboðið vegna aðfara bænda og dýralækna við blóðmerahaldið og lýsti því yfir í viðtali við RÚV að hún vildi banna „dýraníðið blóðmerahald“.

Staðan þrengd
Stjórnmálin hafa ekki enn bannað slíkan iðnað en þar er eitt fyrirtæki umsvifamest á markaði, eða Ísteka. Í umræddu tilviki ákvað …
Athugasemdir