Á dögunum meðan stríð Írans og Ísraels stóð yfir – með þátttöku Bandaríkjanna – þá hóf ég að skrifa sögu Írans í sex flækjusögugreinum á netinu, og hér kemur framhaldið.
Fyrri greinar finnið þið á vefsíðu Heimildarinnar.
Hérna er sú fyrsta. Síðan er hægt að lesa hverja af annarri og hér er sú sjötta.
Þar var komið sögunni að um það bil 500 árum fyrir upphaf tímatals okkar var risið í Mið-Austurlöndum mesta heimsveldi sögunnar fram að því, Persaveldi, kennt við íranska þjóð sem upphaflega bjó í Baktríufjöllum, þar sem Afganistan er núna, en flutti síðan til fjallanna norður af Hormuz-sundi og Persaflóa. Konungur Persa, Kýrus hinn mikli, stýrði sókn Persa gegn helstu stórveldum þess tíma og eftirmenn hans héldu sókninni áfram. Þar var komið árið 490 að Persar réðu löndum allt frá Líbíu í vestri til Baktríu og Indlands í austri, og frá Krímskaga og Úkraínuströndum …
Athugasemdir