Óánægð þjóð og veik staða Starmer eftir eitt ár við völd

Staða Keir Star­mer sem for­sæt­is­ráð­herra Bret­lands er ekki jafn sterk og bú­ast hefði mátt við eft­ir fræk­inn sig­ur í þing­kosn­ing­um í fyrra.

Óánægð þjóð og veik staða Starmer eftir eitt ár við völd
Staðan Keir Starmer forsætisráðherra Bretlands hefur nú setið við völd í eitt ár. Á þeim tíma hefur hann tekist á við efnahagsörðugleika, innanflokksátök og vaxandi þrýsting í innflytjendamálum — en einnig náð fram ákveðnum sigrum á sviði viðskipta og heilbrigðismála. Mynd: Carl Court / POOL / AFP

Ár er liðið síðan Keir Starmer tók við embætti forsætisráðherra Bretlands, en þrátt fyrir öruggan kosningasigur þann 4. júlí 2024 hefur stjórn hans glímt við mótvind og innanflokksuppreisn sem veikti stöðu hans enn frekar í vikunni.

Hér er yfirlit yfir frammistöðu leiðtoga Verkamannaflokksins í nokkrum lykilmálaflokkum á þessum fyrstu tólf mánuðum hans í embætti:

1. Efnahagsbata lofað

Megináhersla ríkisstjórnarinnar hefur verið að endurvekja hagvöxt, en árangurinn hefur verið takmarkaður. Þó að hagvöxtur hafi komið flestum á óvart með 0,7 prósenta aukningu á fyrsta ársfjórðungi, telja flestir sérfræðingar að sú þróun muni ekki haldast.

Hækkanir á bandarískum tollum og hækkun skatta á fyrirtæki vofa yfir, og því hefur ríkisstjórnin reynt að örva hagkerfið með því að fækka reglum og hefja umfangsmiklar fjárfestingar í heilbrigðiskerfinu og innviðum.

En það tekur tíma að ná árangri, að mati Nicholas Barr, prófessors í opinberri hagfræði við London School of Economics.
„Glimrandi skyndilausnir duga skammt,“ …

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • ÓGS
    Óli Gneisti Sóleyjarson skrifaði
    Sigurinn í þingkosningunum var ekki "frækinn". Úrslitin voru vegna óánægju með Íhaldsflokkinn en ekki vegna þess að fólk var spennt fyrir hinum sjarmalausa Starmer.

    Það er annars stórskrýtið að tala um stöðu Starmer án þess að minnast á hve umdeildur stuðningur hans við Ísrael er innan flokksins.
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
5
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.
Fjölskyldurnar sem eiga fiskana í sjónum
6
GreiningSjávarútvegsskýrslan

Fjöl­skyld­urn­ar sem eiga fisk­ana í sjón­um

Inn­an við tíu fjöl­skyld­ur eiga og stýra stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um lands­ins. Þau fyr­ir­tæki sem skráð hafa ver­ið á mark­að eru enn und­ir stjórn, og að uppi­stöðu í eigu, þeirra ein­stak­linga sem fengu gjafa­kvóta. Fjár­fest­ing­ar eig­enda út­gerð­anna í öðr­um og óskyld­um grein­um nema tug­um millj­arða og teygja sig í maj­ónes­fram­leiðslu, skyndi­bitastaði, trampólín­garða og inn­flutn­ing á bleyj­um og síga­rett­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár