Ár er liðið síðan Keir Starmer tók við embætti forsætisráðherra Bretlands, en þrátt fyrir öruggan kosningasigur þann 4. júlí 2024 hefur stjórn hans glímt við mótvind og innanflokksuppreisn sem veikti stöðu hans enn frekar í vikunni.
Hér er yfirlit yfir frammistöðu leiðtoga Verkamannaflokksins í nokkrum lykilmálaflokkum á þessum fyrstu tólf mánuðum hans í embætti:
1. Efnahagsbata lofað
Megináhersla ríkisstjórnarinnar hefur verið að endurvekja hagvöxt, en árangurinn hefur verið takmarkaður. Þó að hagvöxtur hafi komið flestum á óvart með 0,7 prósenta aukningu á fyrsta ársfjórðungi, telja flestir sérfræðingar að sú þróun muni ekki haldast.
Hækkanir á bandarískum tollum og hækkun skatta á fyrirtæki vofa yfir, og því hefur ríkisstjórnin reynt að örva hagkerfið með því að fækka reglum og hefja umfangsmiklar fjárfestingar í heilbrigðiskerfinu og innviðum.
En það tekur tíma að ná árangri, að mati Nicholas Barr, prófessors í opinberri hagfræði við London School of Economics.
„Glimrandi skyndilausnir duga skammt,“ …
Það er annars stórskrýtið að tala um stöðu Starmer án þess að minnast á hve umdeildur stuðningur hans við Ísrael er innan flokksins.