Rannsóknarritstjóri The Guardian lýsir breyttum veruleika blaðamanna í Bandaríkjunum

Michael Hudson, rann­sókn­ar­rit­stjóri The Guar­di­an í Banda­ríkj­un­um, seg­ir blaða­menn þar í landi þurfa að þola dag­leg­ar árás­ir frá stjórn­mála­mönn­um, mál­sókn­ir og ann­ars kon­ar þögg­un­ar­tilraun­ir. Á sama tíma hafi rann­sókn­ar­blaða­mennska aldrei ver­ið mik­il­væg­ari.

Rannsóknarritstjóri The Guardian lýsir breyttum veruleika blaðamanna í Bandaríkjunum

„Það er mikil áskorun að starfa sem blaðamaður í Bandaríkjunum í dag,“ segir Michael Hudson, rannsóknarritstjóri The Guardian í Bandaríkjunum. „Það virðist sem staða blaðamennsku, stjórnmála og samfélagsins alls sé að breytast hratt. Á sama tíma er spennandi að vera hluti af blaðamennsku sem reynir að veita hinum valdamiklu aðhald. Það hefur alltaf verið þannig og það hefur alltaf verið mikilvægt.“

Michael hefur starfað á miðlum eins og Wall Street Journal, Associated Press og hann var um árabil einn af ritstjórum alþjóðasamtaka rannsóknarblaðamanna – ICIJ, sem stóðu meðal annars að birtingu Panamaskjalanna.

Michael segir að það sé meira krefjandi að starfa sem blaðamaður í dag en fyrir nokkrum árum. „Blaðamennska hefur alltaf verið krefjandi starf. Það hafa alltaf verið hópar sem hafa reynt að ráðast á blaðamenn og stjórna blaðamennsku. En ég myndi segja að núna séum við á tímabili þar sem árásirnar eru orðnar alvarlegri. Það virðist hafa orðið …

Kjósa
28
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár