„Það er mikil áskorun að starfa sem blaðamaður í Bandaríkjunum í dag,“ segir Michael Hudson, rannsóknarritstjóri The Guardian í Bandaríkjunum. „Það virðist sem staða blaðamennsku, stjórnmála og samfélagsins alls sé að breytast hratt. Á sama tíma er spennandi að vera hluti af blaðamennsku sem reynir að veita hinum valdamiklu aðhald. Það hefur alltaf verið þannig og það hefur alltaf verið mikilvægt.“
Michael hefur starfað á miðlum eins og Wall Street Journal, Associated Press og hann var um árabil einn af ritstjórum alþjóðasamtaka rannsóknarblaðamanna – ICIJ, sem stóðu meðal annars að birtingu Panamaskjalanna.
Michael segir að það sé meira krefjandi að starfa sem blaðamaður í dag en fyrir nokkrum árum. „Blaðamennska hefur alltaf verið krefjandi starf. Það hafa alltaf verið hópar sem hafa reynt að ráðast á blaðamenn og stjórna blaðamennsku. En ég myndi segja að núna séum við á tímabili þar sem árásirnar eru orðnar alvarlegri. Það virðist hafa orðið …
Athugasemdir