Þessi grein birtist fyrir rúmlega 2 mánuðum.

Íran hættir samvinnu við kjarnorkueftirlit Sameinuðu þjóðanna

Ír­an hef­ur stöðv­að sam­starf við Al­þjóða­kjarn­orku­mála­stofn­un­ina eft­ir árás­ir Ísra­ela og Banda­ríkj­anna á kjarn­orku­mann­virki lands­ins. Þing­ið sam­þykkti lög þar um og for­set­inn stað­festi þau.

Íran hættir samvinnu við kjarnorkueftirlit Sameinuðu þjóðanna
Staðfesti Forseti Írans, Masoud Pezeshkian, staðfesti lögin sem áður höfðu verið samþykkt á íranska þinginu og yfirfarin af hinu svokallaða Verndarráði. Mynd: Ayoub Ghaderi

Íran tilkynnti á miðvikudag að landið hafi hætt samstarfi við Alþjóðakjarnorkumálastofnunina (IAEA), aðeins nokkrum dögum eftir vopnahlé í átökum þar sem Ísrael og Bandaríkin réðust á kjarnorkumannvirki í Íran. Þessi fordæmalausa átök, sem hófust 13. júní og stóðu í tólf daga, hafa aukið á spennu milli stjórnvalda í Teheran og stofnunarinnar. 

Daginn eftir að vopnahlé tók gildi, þann 25. júní, samþykkti íranska þingið, með miklum meirihluta, frumvarp um að hætta samstarfi við kjarnorkueftirlitið. Löggjöfin var síðar staðfest af Verndarráðinu, sem hefur það hlutverk að yfirfara lagasetningu, áður en forsetinn staðfesti hana endanlega.

„Masoud Pezeshkian, forseti Írans, staðfesti lögin sem stöðva samstarf við Alþjóðakjarnorkumálastofnunina ,“ sagði ríkissjónvarpið í gær.

Írönsk stjórnvöld hafa gagnrýnt IAEA harðlega fyrir það sem þau kalla „þögn“ stofnunarinnar í kjölfar árása Ísraela og Bandaríkjanna á íranskar kjarnorkustöðvar. Stjórnvöld í Teheran hafa jafnframt fordæmt stofnunina fyrir ályktun …

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
1
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár