Íran tilkynnti á miðvikudag að landið hafi hætt samstarfi við Alþjóðakjarnorkumálastofnunina (IAEA), aðeins nokkrum dögum eftir vopnahlé í átökum þar sem Ísrael og Bandaríkin réðust á kjarnorkumannvirki í Íran. Þessi fordæmalausa átök, sem hófust 13. júní og stóðu í tólf daga, hafa aukið á spennu milli stjórnvalda í Teheran og stofnunarinnar.
Daginn eftir að vopnahlé tók gildi, þann 25. júní, samþykkti íranska þingið, með miklum meirihluta, frumvarp um að hætta samstarfi við kjarnorkueftirlitið. Löggjöfin var síðar staðfest af Verndarráðinu, sem hefur það hlutverk að yfirfara lagasetningu, áður en forsetinn staðfesti hana endanlega.
„Masoud Pezeshkian, forseti Írans, staðfesti lögin sem stöðva samstarf við Alþjóðakjarnorkumálastofnunina ,“ sagði ríkissjónvarpið í gær.
Írönsk stjórnvöld hafa gagnrýnt IAEA harðlega fyrir það sem þau kalla „þögn“ stofnunarinnar í kjölfar árása Ísraela og Bandaríkjanna á íranskar kjarnorkustöðvar. Stjórnvöld í Teheran hafa jafnframt fordæmt stofnunina fyrir ályktun …
Athugasemdir