Íran hættir samvinnu við kjarnorkueftirlit Sameinuðu þjóðanna

Ír­an hef­ur stöðv­að sam­starf við Al­þjóða­kjarn­orku­mála­stofn­un­ina eft­ir árás­ir Ísra­ela og Banda­ríkj­anna á kjarn­orku­mann­virki lands­ins. Þing­ið sam­þykkti lög þar um og for­set­inn stað­festi þau.

Íran hættir samvinnu við kjarnorkueftirlit Sameinuðu þjóðanna
Staðfesti Forseti Írans, Masoud Pezeshkian, staðfesti lögin sem áður höfðu verið samþykkt á íranska þinginu og yfirfarin af hinu svokallaða Verndarráði. Mynd: Ayoub Ghaderi

Íran tilkynnti á miðvikudag að landið hafi hætt samstarfi við Alþjóðakjarnorkumálastofnunina (IAEA), aðeins nokkrum dögum eftir vopnahlé í átökum þar sem Ísrael og Bandaríkin réðust á kjarnorkumannvirki í Íran. Þessi fordæmalausa átök, sem hófust 13. júní og stóðu í tólf daga, hafa aukið á spennu milli stjórnvalda í Teheran og stofnunarinnar. 

Daginn eftir að vopnahlé tók gildi, þann 25. júní, samþykkti íranska þingið, með miklum meirihluta, frumvarp um að hætta samstarfi við kjarnorkueftirlitið. Löggjöfin var síðar staðfest af Verndarráðinu, sem hefur það hlutverk að yfirfara lagasetningu, áður en forsetinn staðfesti hana endanlega.

„Masoud Pezeshkian, forseti Írans, staðfesti lögin sem stöðva samstarf við Alþjóðakjarnorkumálastofnunina ,“ sagði ríkissjónvarpið í gær.

Írönsk stjórnvöld hafa gagnrýnt IAEA harðlega fyrir það sem þau kalla „þögn“ stofnunarinnar í kjölfar árása Ísraela og Bandaríkjanna á íranskar kjarnorkustöðvar. Stjórnvöld í Teheran hafa jafnframt fordæmt stofnunina fyrir ályktun …

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Indriði Þorláksson
2
Pistill

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld, hagn­að­ur og raun­veru­leg af­koma

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa mót­mælt hækk­un veiði­gjalda með röng­um for­send­um og áróðri. Al­menn­ing­ur styð­ur hins veg­ar að hlut­ur þjóð­ar­inn­ar í arði af fisk­veiðiauð­lind­inni verði auk­inn. Reikn­uð auð­lindar­enta end­ur­spegl­ar raun­veru­lega af­komu bet­ur en bók­halds­leg­ur hagn­að­ur, sem get­ur ver­ið skekkt­ur með reikn­ings­færsl­um og eigna­tengsl­um.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
6
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár