Þessi grein birtist fyrir rúmlega 2 mánuðum.

Fundarmanni vikið af hitafundi Vorstjörnunnar eftir að hafa verið ásakaður um ofbeldi

Mikl­um hita­fundi Vor­stjörn­unn­ar lauk á sjö­unda tím­an­um í kvöld. Gunn­ar Smári Eg­ils­son treysti ítök sín í stjórn fé­lags­ins og óvíst er hvort Sósí­al­ist­ar geti ver­ið áfram í fé­lags­hús­næði sínu.

Fundarmanni vikið af hitafundi Vorstjörnunnar eftir að hafa verið ásakaður um ofbeldi
Það var fullt út úr dyrum á fundi Vorstjörnunnar. Mynd: Golli

Tveir voru reknir út af hitafundi og allar tillögur stjórnar Vorstjörnunnar voru samþykktar með miklum meirihluta. Einn fundarmannanna sakaði annan um að hafa beitt sig ofbeldi við upphaf fundar, og var þeim sama vikið út af fundinum umsvifalaust. Kona sem ásakaði viðkomandi var næstum sjálfri vísað út af fundinum út af hávaða, eftir að hún vildi vísa enn öðrum fundarmanni út. Þá voru einnig gerðar athugasemdir við mann sem tók fundinn upp, en sá sagðist gera það af lögfræðilegum ástæðum. Honum var get að yfirgefa fundinn en fór þó ekki af fundinum eftir því sem blaðamaður komst næst.

Á annað hundrað manns mættu í félagshúsnæði Sósíalistaflokks Íslands í Bolholti í Reykjavík en þar fór fram fundur Vorstjörnunnar klukkan 17:30. María Lilja Þrastardóttir Kemp sá um fundarstjórn en það olli töluverðum vanda að ekki var hægt að kveikja á hljóðkerfi hússins og var það rakið til fundar Sósíalista fyrr um daginn. …

Kjósa
19
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
6
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár