Tveir voru reknir út af hitafundi og allar tillögur stjórnar Vorstjörnunnar voru samþykktar með miklum meirihluta. Einn fundarmannanna sakaði annan um að hafa beitt sig ofbeldi við upphaf fundar, og var þeim sama vikið út af fundinum umsvifalaust. Kona sem ásakaði viðkomandi var næstum sjálfri vísað út af fundinum út af hávaða, eftir að hún vildi vísa enn öðrum fundarmanni út. Þá voru einnig gerðar athugasemdir við mann sem tók fundinn upp, en sá sagðist gera það af lögfræðilegum ástæðum. Honum var get að yfirgefa fundinn en fór þó ekki af fundinum eftir því sem blaðamaður komst næst.
Á annað hundrað manns mættu í félagshúsnæði Sósíalistaflokks Íslands í Bolholti í Reykjavík en þar fór fram fundur Vorstjörnunnar klukkan 17:30. María Lilja Þrastardóttir Kemp sá um fundarstjórn en það olli töluverðum vanda að ekki var hægt að kveikja á hljóðkerfi hússins og var það rakið til fundar Sósíalista fyrr um daginn. …
Athugasemdir