Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

Fleiri börnum skutlað í skólann

Færri börn í höf­uð­borg­inni löbb­uðu í skól­ann í fyrra en ár­ið áð­ur og fleiri fóru í einka­bíl. For­eldri seg­ir það mik­il­vægt í upp­eldi dótt­ur sinn­ar að hún hreyfi sig og læri að upp­lifa um­hverfi sitt fót­gang­andi.

Fleiri börnum skutlað í skólann
Börn á leið í skóla Lægra hlutfall barna notar virka ferðamáta á leið í skóla en árið 2023. Mynd: Golli

Samkvæmt ferðavenjukönnun umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar og Gallup í fyrra gengu 53 prósent barna í grunnskóla borgarinnar, en hlutfallið var 56 prósent árið 2023.

Hlutfall þeirra sem fóru í einkabíl hækkaði úr 20 prósent í 24 prósent á milli ára og þá fóru 9 prósent barnanna með strætó í skólann en aðeins 5 prósent árið 2023. Hlutfall þeirra sem hjóluðu stóð í stað á milli ára og var 11 prósent.

Alls voru 67 prósent sem notuðu svokallaða virka ferðamáta, þ.e. að ganga eða hjóla, árið 2024 en sama hlutfall var 74 prósent árið 2023. Þeim fækkaði því sem nota virka ferðamáta en á móti fjölgaði þeim sem ferðuðust með strætó eða skólabíl.

Í Aðalskipulagi Reykjavíkur kemur fram markmið um að hlutfall ferða á bíl verði 50 prósent fyrir árið 2040. „Virkir ferðamátar styðja við bætta lýðheilsu íbúa í borginni,“ sagði í tilkynningu Reykjavíkurborgar þegar könnunin var kynnt. „Breyting á ferðavenjum …

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
1
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár