Samkvæmt ferðavenjukönnun umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar og Gallup í fyrra gengu 53 prósent barna í grunnskóla borgarinnar, en hlutfallið var 56 prósent árið 2023.
Hlutfall þeirra sem fóru í einkabíl hækkaði úr 20 prósent í 24 prósent á milli ára og þá fóru 9 prósent barnanna með strætó í skólann en aðeins 5 prósent árið 2023. Hlutfall þeirra sem hjóluðu stóð í stað á milli ára og var 11 prósent.
Alls voru 67 prósent sem notuðu svokallaða virka ferðamáta, þ.e. að ganga eða hjóla, árið 2024 en sama hlutfall var 74 prósent árið 2023. Þeim fækkaði því sem nota virka ferðamáta en á móti fjölgaði þeim sem ferðuðust með strætó eða skólabíl.
Í Aðalskipulagi Reykjavíkur kemur fram markmið um að hlutfall ferða á bíl verði 50 prósent fyrir árið 2040. „Virkir ferðamátar styðja við bætta lýðheilsu íbúa í borginni,“ sagði í tilkynningu Reykjavíkurborgar þegar könnunin var kynnt. „Breyting á ferðavenjum …
Athugasemdir