Noregur framselur mann vegna þjóðarmorðsins í Rúanda

Sam­kvæmt yf­ir­lýs­ingu frá norsku lög­regl­unni verð­ur mað­ur­inn fram­seld­ur til Rú­anda þar sem hann verð­ur dreg­inn fyr­ir dom vegna þátt­töku hans í þjóð­armorð­inu.

Noregur framselur mann vegna þjóðarmorðsins í Rúanda
Ljósmyndir af litlum hluta þeirra fjölmörgu sem létust í þjóðarmorðinu í Rúanda. Mynd: EPA

Dómsmálayfirvöld í Noregi hafa samþykkt að framselja mann sem er eftirlýstur af yfirvöldum í Rúanda vegna meintrar þátttöku hans í þjóðarmorðinu sem þar átti sér stað árið 1994.

Það ár voru um 800 þúsund Tútsar og andstæðingar þjóðarmorðsins úr hópi Hútúa drepnir á 100 dögum í þjóðarmorði sem hófst eftir að forseti Rúanda, Juvenal Habyarimana, var myrtur.

Maðurinn, sem ekki hefur verið nafngreindur, var handtekinn í október 2022 af glæparannsóknardeild norsku lögreglunnar, Kripos. Samkvæmt yfirlýsingu Kripos var maðurinn eftirlýstur fyrir að „hafa framið morð í þjóðarmorðinu árið 1994.“

Héraðsdómur í Ósló úrskurðaði í september 2023 að skilyrði fyrir framsali væru uppfyllt, og var sá dómur staðfestur af áfrýjunardómstól í apríl 2024. Maðurinn áfrýjaði þá til Hæstaréttar Noregs sem hafnaði beiðninni í júní á síðasta ári.

Eftir að allar lagalegar leiðir hans höfðu verið tæmdar, ákvað dómsmálaráðuneytið í febrúar að framsal gæti farið fram, og var sú ákvörðun að lokum staðfest af Ríkisráðinu.

„Sá ákærði verður nú framseldur til Rúanda, þar sem hann verður dreginn fyrir dóm fyrir þátttöku í þjóðarmorðinu,“ sagði lögreglufulltrúinn Thea Elise Kjaeraas í yfirlýsingu.

Norsk yfirvöld hafa á síðustu árum tekið við fjölda beiðna um framsal vegna þjóðarmorðs og er eitt af um sex vestrænum löndum þar sem dómstólar hafa fellt dóma í slíkum málum frá árinu 2009.

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár