Þessi grein birtist fyrir rúmlega 2 mánuðum.

ESB vill ný geimlög til að minnka rusl og efla iðnaðinn

ESB legg­ur til sam­ræmd geim­lög til að draga úr geimrusli, auka ör­yggi og efla sam­keppn­is­hæfni geimiðn­að­ar­ins. Regl­urn­ar kveða á um förg­un gervi­hnatta, netör­yggi og um­hverf­isáhrif og munu gilda bæði inn­an ESB og fyr­ir er­lenda þjón­ustu­að­ila.

ESB vill ný geimlög til að minnka rusl og efla iðnaðinn
Út í geim Gert er ráð fyrir að um 50 þúsund gervitunglum verði skotið á braut um jörðu á næstu tíu árum. Fyrir eru þar um 11 þúsund gervitungl. Mynd: NASA

Evrópusambandið hefur lagt fram á ætlun sem fjallar um allt frá því að draga úr geimrusli sem safnast hefur fyrir á braut um jörðu og yfir í að vernda gervihnetti gegn netárásum. Áætlunin gengur út á að að samræma lög innan sambandsins um geiminn og efla samkeppnishæfni evrópsks geimiðnaðar.

Áhugi einkaaðila á geimnum hefur aukist gríðarlega á undanförnum árum, en Evrópa á í vök að verjast gagnvart keppinautum sínum í Bandaríkjunum og Kína. Samkvæmt framkvæmdastjórn ESB má hluta skýringarinnar rekja til þess að innan sambandsins gilda ólík lög eftir aðildarríkjum, sem gerir starfsemi fyrirtækja erfiðari innan 27 ríkja sambandsins.

Sem stendur hafa tólf aðildarríki sett lagaramma um geimstarfsemi og eitt til viðbótar vinnur að slíku, sagði Andrius Kubilius, framkvæmdastjóri geimmála hjá ESB. 

„Þessi sundrung er slæm fyrir atvinnulífið, slæm fyrir samkeppnishæfni okkar og slæm fyrir framtíð Evrópu í geimnum,“ sagði Kubilius við kynningu á áformum framkvæmdastjórnarinnar í Brussel. „Í dag …

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Segja hugmyndir um einföldun regluverks alls ekki fela í sér einföldun
5
Fréttir

Segja hug­mynd­ir um ein­föld­un reglu­verks alls ekki fela í sér ein­föld­un

Fé­lag heil­brigð­is- og um­hverf­is­full­trúa leggst gegn breyt­ing­um á eft­ir­litsum­hverfi fyr­ir­tækja sem ráð­herr­ar kynntu í vik­unni og mót­mæl­ir því að þær feli í sér ein­föld­un eft­ir­lits. Þá sýni til­lög­ur rík­is­stjórn­ar­inn­ar „mik­ið skiln­ings­leysi á mála­flokkn­um og þeim fjöl­breyttu verk­efn­um sem heil­brigðis­eft­ir­lit sinn­ir“.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
5
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár