Forstjórar íslensku fyrirtækjanna á aðallista Kauphallarinnar kostuðu 2.411 milljónir króna á síðasta ári. Þetta sýnir samantekt á launaupplýsingum þeirra úr ársreikningum fyrirtækjanna. Þrjár af fjórum konum sem leiða skráð fyrirtæki raða sér í neðstu sætin yfir forstjóra sé raðað eftir umbun fyrir störf. Launahæsta konan fær tveimur milljónum minna á mánuði en forstjóri sambærilegs fyrirtækis.
Fimm á toppnum
Launahæsti forstjórinn er Róbert Wessman, stofnandi og forstjóri Alvotech. Hann fékk 321 milljón króna í föst laun, árangurstengdar greiðslur og mótframlag í lífeyrissjóð, samkvæmt ársreikningi Alvotech fyrir síðasta ár. Það er meira en 166 milljónum krónum meira en næsti forstjóri á listanum fékk greitt sama ár.
26,8 milljónir
Sá heitir Ásgeir Helgi Reykfjörð Gylfason og er forstjóri Skeljar fjárfestingafélags, sem er eitt umsvifamesta fjárfestingafélag landsins. Hann fékk greiðslur upp 155 milljónir króna frá Skel á síðasta ári fyrir störf sín. …
Það er fjöldi sem er verðmætasta fólkið