Verðmætasta starfsfólk Íslands: Tugmilljónatekjur íslenskra forstjóra

Launa­hæsti for­stjór­inn í ís­lensku Kaup­höll­inni stýr­ir fyr­ir­tæki sem hef­ur tap­að tug­um millj­arða frá stofn­un. Hann ber höf­uð og herð­ar yf­ir aðra for­stjóra þeg­ar kem­ur að tekj­um en alla jafna njóta þeir kjara sem eru á við tí­föld með­al­laun á ís­lensk­um vinnu­mark­aði.

Verðmætasta starfsfólk Íslands: Tugmilljónatekjur íslenskra forstjóra

Forstjórar íslensku fyrirtækjanna á aðallista Kauphallarinnar kostuðu 2.411 milljónir króna á síðasta ári. Þetta sýnir samantekt á launaupplýsingum þeirra úr ársreikningum fyrirtækjanna. Þrjár af fjórum konum sem leiða skráð fyrirtæki raða sér í neðstu sætin yfir forstjóra sé raðað eftir umbun fyrir störf. Launahæsta konan fær tveimur milljónum minna á mánuði en forstjóri sambærilegs fyrirtækis. 

Fimm á toppnum

Launahæsti forstjórinn er Róbert Wessman, stofnandi og forstjóri Alvotech. Hann fékk 321 milljón króna í föst laun, árangurstengdar greiðslur og mótframlag í lífeyrissjóð, samkvæmt ársreikningi Alvotech fyrir síðasta ár. Það er meira en 166 milljónum krónum meira en næsti forstjóri á listanum fékk greitt sama ár. 

26,8 milljónir
áætluð mánaðarlaun Róberts Wessman, forstjóra Alvotech, miðað við árslaun samkvæmt ársreikningi 2024.

Sá heitir Ásgeir Helgi Reykfjörð Gylfason og er forstjóri Skeljar fjárfestingafélags, sem er eitt umsvifamesta fjárfestingafélag landsins. Hann fékk greiðslur upp 155 milljónir króna frá Skel á síðasta ári fyrir störf sín. …

Kjósa
11
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Kristbjörn Árnason skrifaði
    Fólkið sem fær hæstu launin eins og t.d. margir forstjórarnir er ekki verðmætasta fólkið í atvinnulífinu nema síður sé.

    Það er fjöldi sem er verðmætasta fólkið
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár