Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

Air India segir vélinni hafa verið „vel viðhaldið“ fyrir slysið

Air India seg­ir að Boeing-vél­in sem fórst í Ah­meda­bad hafi feng­ið gott við­hald og eng­in bil­un greinst fyr­ir flug­ið. Rann­sókn stend­ur yf­ir en enn er óljóst hvað olli slys­inu.

Air India segir vélinni hafa verið „vel viðhaldið“ fyrir slysið
Stórslys Að minnsta kosti 265 létust, bæði um borð og á jörðu niðri, þegar flugvélin hrapaði skömmu eftir flugtak. Mynd: Punit PARANJPE / AFP

Flugfélagið Air India segir Boeing-vél sína hafa verið „vel viðhaldið“ áður en hún fórst fyrir viku, en aðeins einn af 242 um borð lifði slysið af. 

Indversk yfirvöld hafa enn ekki greint frá því hvað olli því að Boeing 787-8 Dreamliner-vélin fórst í borginni Ahmedabad í vestri landsins. Þar létust einnig að minnsta kosti 38 manns á jörðu niðri.

Á meðan rannsakendur vinna að því að ná í gögn úr svokölluðum svörtum kössum vélarinnar — talritanum úr flugstjórnarklefanum og flugupplýsingaritara — segir Air India að engin vandamál hafi komið upp í vélinni fyrir flugið.

„Vélinni var vel viðhaldið og fór síðast í yfirgripsmikið eftirlit í júní 2023,“ sagði í yfirlýsingu frá flugfélaginu. „Hægri hreyfill vélarinnar var tekinn í gegn í mars 2025 og sá vinstri skoðaður í apríl sama ár. Bæði vélin og hreyflarnir voru reglulega vaktaðir, og engin frávik komu fram fyrir flugið.“

Vélin, sem var á leið …

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Verndar íslenskan menningararf með því að gera við fornbækur
5
Menning

Vernd­ar ís­lensk­an menn­ing­ar­arf með því að gera við forn­bæk­ur

Forn­bóka­safn­ar­inn Ey­þór Guð­munds­son seg­ir mik­il­vægt að vernda þann menn­ing­ar­arf sem ligg­ur í ís­lensk­um forn­bók­um. Það ger­ir hann með verk­efn­inu Old Icelandic Books sem geng­ur út á að vekja áhuga hjá Ís­lend­ing­um og ferða­mönn­um á bók­un­um og mik­il­vægi þeirra. Með­al þeirra bóka og hand­rita sem Ey­þór hef­ur und­ir hönd­um eru Grett­is saga, Jóns­bók og tvö hundruð ára til­skip­un til Al­þing­is frá fyrr­um Dana­kon­ungi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu