Þessi grein birtist fyrir rúmlega 6 mánuðum.

Ætla að vernda þrjátíu prósent hafsins við Ísland

Jó­hann Páll Jó­hanns­son, um­hverf­is-, orku- og lofts­lags­mála­ráð­herra, seg­ir Ís­land ætla sér að vernda þrjá­tíu pró­sent hafs­ins í lög­sögu lands­ins fyr­ir ár­ið 2028. Þetta kom fram í máli hans á Haf­ráð­stefnu Sam­ein­uðu þjóð­anna sem fór fram í vik­unni.

Ætla að vernda þrjátíu prósent hafsins við Ísland

ÁHafráðstefnu Sameinuðu þjóðanna greindi Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsmálaráðherra, frá því að Ísland ætlaði að ná markmiðum samningsins 30 fyrir 30 fyrir árið 2028. Þetta þýðir að Ísland muni skapa verndarsvæði í hafi fyrir þrjátíu prósent hafsins í íslenskri lögsögu. Í dag er hlutfallið undir tveimur prósentum

Ráðstefnan fór fram í Nice í Frakklandi í vikunni og lýkur í dag. Á henni koma saman þjóðarleiðtogar alls staðar að úr heiminum, ásamt samtökum, aðgerðasinnum, fyrirtækjum og öðrum hagsmunaaðilum. Jóhann Páll sækir ráðstefnuna fyrir hönd Íslands og flutti erindi um þær aðgerðir sem Ísland ætlaði að ráðast í á ráðstefnunni. 

Jóhann Páll JóhannssonUmhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.

Varúðarráðstafanir vegna djúpsjávarnámuvinnslu

Í ræðu sinni sagði Jóhann Páll það mikilvægt að sýna varúð þegar kemur að djúpsjávarnámuvinnslu og að passa þyrfti að raska engu sem ekki væri hægt að endurheimta. Vísindafólk hefur varað við djúpsjávarnámuvinnslu þar sem rannsóknir sýni að slíkt muni eyðileggja vistkerfi. Sum fyrirtæki hafa lýst yfir áhuga á djúpsjávarnámuvinnslu til þess að grafa eftir málmum á borð við nikkel, kóbalt og mangan. Íslensk umhverfisverndarsamtök settu í aðdraganda ráðstefnunnar þrýsting á Jóhann Pál að taka afstöðu gegn djúpsjávarnámuvinnslu og sýna þannig alþjóðlega forystu. 

Jóhann Páll lýsti því einnig yfir að Ísland hyggðist fullgilda hafréttarsamning Sameinuðu þjóðanna um líffræðilega fjölbreytni en í þeim samningi má meðal annars finna ákvæði um umhverfisvernd á úthafi og regluverk sem styður ríki heims um að ná markmiðum 30 fyrir 30. Samningurinn er eitt meginmála sem rætt hefur verið á Hafráðstefnunni og voru ríki hvött til þess að skrifa undir eða fullgilda hann.

Samvinna Norðurlandanna

Norðurlöndin kynntu einnig á ráðstefnunni sameiginlega skuldbindingu um að styðja við hlutverk hafsins við verndun heilsu fólks og jarðar. „Sterk samvinna og nýsköpun eru nauðsynlegar til þess að vernda hafið og til að tryggja sjálfbær fæðukerfi í vatni,“ sagði Marianne Sivertsen Nææs, sjávarútvegs- og hafmálaráðherra Noregs. 

„Norðurlöndin bera ábyrgð á að vera leiðandi og við munum leggja okkar af mörkum bæði með rannsóknum og samstarfi til að tryggja að hafið verði áfram uppspretta matvæla, starfa og lífvænlegra samfélaga,“ sagði Karen Ellemann, framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar.

David AttenboroughSegir hafið mikilvægasta stað á jörðu.

Áhrif Attenborough 

Mikil vitundavakning hefur verið í málefnum hafsins í aðdraganda ráðstefnunnar en hana má meðal annars rekja til nýrrar heimildarmyndar, Ocean with David Attenborough, sem frumsýnd var 8. maí síðastliðinn, á 99 ára afmæli Attenborough. Skilaboð hans á afmæli sínu voru þau að hafið sé mikilvægasta svæði jarðar. 

Í myndinni má finna áður óséð efni af botnvörpuveiðum en þær hafa gríðarlega mikil áhrif á þau svæði sem veitt er á. Veiðarfærin skafa hafsbotninn og ryðja öllu og eyðileggja sem á vegi þeirra verður. Í viðtali sem Vilhjálmur krónprins tók við Attenborough í aðdraganda Hafráðstefnu SÞ sagðist Attenborough hrylla yfir því hvað við hefðum gert við hafsbotninn. Hann segir að ef slík eyðilegging ætti sér stað á landi myndi fólk ekki láta það viðgangast. 

Í byrjun júní lögðu yfirvöld í Bretlandi til að stækka það hafsvæði þar sem ekki mætti nota botnvörpur til veiða. Svæðið yrði stækkað úr 18 þúsund ferkílómetrum í 48 þúsund. Umhverfisráðherra Bretlands, Steve Reed, sagði í tengslum við tillöguna að „án tafarlausra aðgerða yrði eyðilegging hafsins óafturkræf.“ 

Kjósa
22
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Átröskun á jólunum: „Ég borðaði mandarínu á aðfangadag“
4
Viðtal

Átrösk­un á jól­un­um: „Ég borð­aði manda­rínu á að­fanga­dag“

„Þetta er sjúk­dóm­ur sem fer ekki í jóla­frí,“ seg­ir El­ín Ósk Arn­ar­dótt­ir, sem hef­ur glímt við átrösk­un í þrett­án ár. Hún seg­ir jóla­há­tíð­ina einn erf­ið­asta tíma árs­ins fyr­ir fólk með sjúk­dóm­inn þar sem mat­ur spil­ar stórt hlut­verk og úr­ræð­um fækk­ar fyr­ir sjúk­linga. El­ín er nú á bata­vegi og hvet­ur fólk til að tala hlut­laust um mat og sleppa því að refsa sér.
Skyndiréttur með samviskubiti
5
GagnrýniTál

Skyndirétt­ur með sam­visku­biti

Tál er 29. bók­in sem Arn­ald­ur Ind­riða­son gef­ur út á 29 ár­um. Geri aðr­ir bet­ur. Bæk­urn­ar hans hafa selst í bíl­förm­um úti um all­an heim og Arn­ald­ur ver­ið stjarn­an á toppi ís­lenska jóla­bóka­flóðs­ins frá því fyrstu bæk­urn­ar um Er­lend og fé­laga komu út. Það er erfitt að halda uppi gæð­um þeg­ar af­köst­in eru svona mik­il – en jafn­vel miðl­ungs­bók eft­ir...

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sif Sigmarsdóttir
3
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár