Hugrún Sigurjónsdóttir er klínískur sálfræðingur sem starfar á Reykjalundi, Samkennd Heilsusetri og Sálfræðistofu Suðurnesja í Reykjanesbæ. Fyrir þremur árum síðan kom bókin Hamingjugildran út í þýðingu hennar. Höfundur Hamingjugildrunnar er Russ Harris en hann hefur heimsótt Ísland tvisvar og haldið námskeið fyrir sálfræðinga og annað fagfólk í heilbrigðisgeiranum. Í bókinni eru kynnt verkfæri til að takast á við líðan okkar sem getur verið jafnbreytileg og íslenska veðrið.

Valpunktur
Hamingjugildran er eina bókin sem komið hefur út í íslenskri þýðingu sem byggir á ACT meðferðarstefnu. ACT er skammstöfun fyrir Acceptance and commitment therapy og hefur náð fótfestu í íslenskri tungu.
Saga ACT meðferðarstefnunnar spannar rúm 40 ár. Grunnur hennar gengur út á að erfiðar hugsanir og tilfinningar séu hluti af því …
Athugasemdir