Þessi grein birtist fyrir rúmlega 5 mánuðum.

Hinsegin leiðtogar Íslands í Washington: „Fólk er hrætt við ríkisstjórn landsins“

Ís­lend­ing­ar sem sækja ráð­stefn­una World Pri­de segja mik­il­vægt að Ís­land geri meira þeg­ar sótt er að rétt­ind­um hinseg­in fólks. Banda­ríks fyr­ir­tæki hafa dreg­ið úr stuðn­ingi við Pri­de mán­uð­inn en ís­lensk fyr­ir­tæki hafa bætt í ef eitt­hvað er.

Hinsegin leiðtogar Íslands í Washington: „Fólk er hrætt við ríkisstjórn landsins“
Reykjavík Pride Ólíkt bandarískum fyrirtækjum hafa íslensk sýnt meiri stuðning í ár, að sögn formanns Reykjavík Pride. Mynd: Golli

„Við höfum ekki fundið fyrir neinu á eigin skinni síðan við komum,“ segir Helga Haraldsdóttir, formaður Reykjavík Pride, um heimsókn sína til Bandaríkjanna. „En það þarf að taka inn í dæmið að það er enginn trans einstaklingur með okkur í för.“

Fulltrúar Hinsegin daga og Samtakanna '78 taka þessa dagana þátt í Mannréttindaráðstefnu World Pride í Washington DC. Ráðstefnan dregur að sér fólk alls staðar að úr heiminum til að ræða stöðu og framtíð mannréttinda hinsegin fólks.

Sendiráð Íslands í Bandaríkjunum óskaði eftir þátttöku íslensku samtakanna til að miðla íslenskri reynslu hinsegin fólks á alþjóðlegum vettvangi. Þá flytur Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra lykilerindi á ráðstefnunni í dag og Svanhildur Hólm Valsdóttir sendiherra stýrir umræðum.

„Okkar stefna var að vera sýnileg á World Pride í DC,“ segir Helga. „Ástæðan fyrir því er að við erum að koma frá það öruggu landi að við treystum okkur til þess. Það eru náttúrulega ákveðin …

Kjósa
14
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
4
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár