Þessi grein birtist fyrir rúmlega 3 mánuðum.

Siðferðisspurningar vakna vegna uppbyggingar Andra og Birgis

Fjár­fest­ar sem eru sak­að­ir um að hafa milli­göngu um iðn­að­ar­njósn­ir fyr­ir millj­arða­mær­ing­inn Björgólf Thor Björgólfs­son vilja reisa þétt­býlt hverfi í um tveggja kíló­metra fjar­lægð frá vatns­vernd­ar­svæði höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins. Svo virð­ist sem eng­in krafa sé uppi um sið­ferði fjár­festa þeg­ar kem­ur að Kópa­vogs­bæ.

Siðferðisspurningar vakna vegna uppbyggingar Andra og Birgis
Áætlað er að reisa byggð fyrir um 7000 íbúa ásamt 1200 hjúkrunarrýmum um í tveggja kílómetra fjarlægð frá vatnsverndarsvæði. Mynd: Golli

Engar siðferðilegar kröfur virðast vera gerðar til verktaka og þróunarfélaga í Kópavogi en tveir lögmenn sem virðast hafa haft milligöngu um umfangsmiklar njósnir fyrir auðkýfinginn Björgólf Thor Björgólfsson hyggjast reisa fimm þúsund íbúðir og 1.200 manna hjúkrunarheimili í Kópavogi, að því gefnu að leyfi fáist hjá svæðisskipulagsnefnd höfuðborgarsvæðisins.

Minnihlutinn í bæjarstjórn Kópavogs gagnrýnir hugmyndir um uppbyggingu á Gunnarshólma, sem er land skammt frá Gvendarbrunnum. Þeir eru þó tvístígandi þegar kemur að nýjustu fregnum varðandi njósnir sem fjárfestarnir höfðu milligöngu um fyrir hönd Björgólfs. Oddvitar meirihlutans svöruðu ekki skilaboðum Heimildarinnar vegna greinarinnar.

Lífskjarni við Gvendarbrunna

Það var í janúar á síðasta ári sem fregnir bárust af því að bæjarráð Kópavogs hefði samþykkt viljayfirlýsingu við Aflvaka þróunarfélag um uppbyggingu á svokölluðum „lífskjarna“ fyrir eldri borgara. Félagið myndi þá skuldbinda sig til þess að reisa fimm þúsund íbúðir fyrir eldri borgara og svo hjúkrunarheimili fyrir 1.200 einstaklinga. Hverfið yrði sérhannað fyrir eldri borgara …

Kjósa
32
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Guðjón Jensson skrifaði
    Á sama tíma hyggjast Veitur loka útivistarsvæðinu í Heiðmörk að mestu leyti með því að loka fyrir aðgengni. Margt furðulegt er í henni veröld en sumir virðast hafa frjálsari hendur en aðrir.
    1
  • Stefán Agnar Finnsson skrifaði
    Fyrir utan nálægð við vatnsverndarsvæði þá er slæm hugmynd að þróa byggð í Gunnarshólma langt fjarri núverandi byggð. Að byggja gamalmenna gettó þarna er enn verri hugmynd.
    5
  • Þorkell Egilsson skrifaði
    Þurfum við hreint vatn? Hreint andrúmsloft kannski? 😄 Nei… við þurfum óheftan aðgang að þessum óbyggðum auðvitað…🤪 Græðum meiri monní …Það er hægt bara að sía sjó ef einhver vill drekka vatn. Persónulega finnst mér vatn ekki gott á bragðið og þess vegna algjör óþarfi 🧐
    0
  • SO
    Sigurður Oddgeirsson skrifaði
    Þetta eru nú meiru brunnmígarnir!
    4
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
1
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
3
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár