Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

Siðferðisspurningar vakna vegna uppbyggingar Andra og Birgis

Fjár­fest­ar sem eru sak­að­ir um að hafa milli­göngu um iðn­að­ar­njósn­ir fyr­ir millj­arða­mær­ing­inn Björgólf Thor Björgólfs­son vilja reisa þétt­býlt hverfi í um tveggja kíló­metra fjar­lægð frá vatns­vernd­ar­svæði höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins. Svo virð­ist sem eng­in krafa sé uppi um sið­ferði fjár­festa þeg­ar kem­ur að Kópa­vogs­bæ.

Siðferðisspurningar vakna vegna uppbyggingar Andra og Birgis
Áætlað er að reisa byggð fyrir um 7000 íbúa ásamt 1200 hjúkrunarrýmum um í tveggja kílómetra fjarlægð frá vatnsverndarsvæði. Mynd: Golli

Engar siðferðilegar kröfur virðast vera gerðar til verktaka og þróunarfélaga í Kópavogi en tveir lögmenn sem virðast hafa haft milligöngu um umfangsmiklar njósnir fyrir auðkýfinginn Björgólf Thor Björgólfsson hyggjast reisa fimm þúsund íbúðir og 1.200 manna hjúkrunarheimili í Kópavogi, að því gefnu að leyfi fáist hjá svæðisskipulagsnefnd höfuðborgarsvæðisins.

Minnihlutinn í bæjarstjórn Kópavogs gagnrýnir hugmyndir um uppbyggingu á Gunnarshólma, sem er land skammt frá Gvendarbrunnum. Þeir eru þó tvístígandi þegar kemur að nýjustu fregnum varðandi njósnir sem fjárfestarnir höfðu milligöngu um fyrir hönd Björgólfs. Oddvitar meirihlutans svöruðu ekki skilaboðum Heimildarinnar vegna greinarinnar.

Lífskjarni við Gvendarbrunna

Það var í janúar á síðasta ári sem fregnir bárust af því að bæjarráð Kópavogs hefði samþykkt viljayfirlýsingu við Aflvaka þróunarfélag um uppbyggingu á svokölluðum „lífskjarna“ fyrir eldri borgara. Félagið myndi þá skuldbinda sig til þess að reisa fimm þúsund íbúðir fyrir eldri borgara og svo hjúkrunarheimili fyrir 1.200 einstaklinga. Hverfið yrði sérhannað fyrir eldri borgara …

Kjósa
32
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Guðjón Jensson skrifaði
    Á sama tíma hyggjast Veitur loka útivistarsvæðinu í Heiðmörk að mestu leyti með því að loka fyrir aðgengni. Margt furðulegt er í henni veröld en sumir virðast hafa frjálsari hendur en aðrir.
    1
  • Stefán Agnar Finnsson skrifaði
    Fyrir utan nálægð við vatnsverndarsvæði þá er slæm hugmynd að þróa byggð í Gunnarshólma langt fjarri núverandi byggð. Að byggja gamalmenna gettó þarna er enn verri hugmynd.
    5
  • Þorkell Egilsson skrifaði
    Þurfum við hreint vatn? Hreint andrúmsloft kannski? 😄 Nei… við þurfum óheftan aðgang að þessum óbyggðum auðvitað…🤪 Græðum meiri monní …Það er hægt bara að sía sjó ef einhver vill drekka vatn. Persónulega finnst mér vatn ekki gott á bragðið og þess vegna algjör óþarfi 🧐
    0
  • SO
    Sigurður Oddgeirsson skrifaði
    Þetta eru nú meiru brunnmígarnir!
    4
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
1
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
2
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár