Þegar Evrópa varð til

Á næstu miss­er­um munu Ís­lend­ing­ar greiða at­kvæði um hvort þeir vilja ganga í Evr­ópu­sam­band­ið. Til að geta tek­ið upp­lýsta ákvörð­un er nauð­syn­legt að þekkja sögu Evr­ópu. Hér verð­ur sú saga rak­in og byrj­að á byrj­un­inni!

Þegar Evrópa varð til
Þekkingu á forsögu Jarðar, þar á meðal heimsálfanna, hefur fleygt mjög fram síðustu árin og áratugina. Margt er þó enn á huldu og hvorki frásögn textans né kortið ber að taka sem heilagan sannleik. Mynd: Kort / Davíð Þór

Fyrir tæpum tveimur milljörðum ára runnu þrjár stórar eyjar saman við miðbaug um það bil 2.000 kílómetra norðaustur af þeim stað þar sem Ástralía lúrir nú. Köllum nýju, sameinuðu eyjuna Balticu, því það gera vísindamenn.

Ef við skiptum allri hinni 4,5 milljarða ára sögu Jarðar niður í eitt ár, þá gerðist þetta þann 23. júlí, um hálfáttaleytið að morgni.

Jörðin var þá harla ólík því sem við þekkjum nú.

Hún snerist til dæmis mun hraðar um möndul sinn svo sólarhringurinn var aðeins 18–20 tíma langur. Það þýddi að nærri 450 dagar voru í árinu.

Tunglið var mun nær en núna; það var um 25 prósent stærra á himninum en við eigum að venjast. Munur á flóði og fjöru hefur verið 2–3 sinnum meiri en nú og víða munað mörgum metrum.

Hitinn á yfirborðinu var 30–40 gráður á Celsíus. Ástæðan fyrir hitanum lá í miklu metani og koltvísýringi í andrúmsloftinu. …

Kjósa
36
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Flækjusagan

Saga Írans 5: Kameldýrakarl frá Baktríu, frumlegasti trúarhöfundur sögunnar
Flækjusagan

Saga Ír­ans 5: Kam­eldýra­karl frá Baktríu, frum­leg­asti trú­ar­höf­und­ur sög­unn­ar

Í síð­ustu grein (sjá hana hér) var þar kom­ið sögu að stofn­andi Persa­veld­is, Kýrus hinn mikli, var horf­inn úr heimi. Það gerð­ist ár­ið 530 FT en áhrifa hans átti eft­ir að gæta mjög lengi enn og má vel segja að Kýrus sé enn af­ar vold­ug­ur í hug­ar­heimi Ír­ana. En nú spóla ég að­eins aft­ur í tím­ann og dreg fram ann­an...

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár