Þetta er verkefni sem hefur tekið allt of langan tíma,“ segir Kristrún Frostadóttir forsætisáðherra spurð út í hægan gang ríkisins um uppbyggingu á innlendu greiðslumiðlunarkerfi. Seðlabanki Íslands hefur kallað eftir slíku kerfi í mörg ár og á það bent að Ísland sé eina landið á Norðurlöndunum sem hefur ekki yfir að ráða slíku kerfi. Slík handvömm getur haft alvarlegar afleiðingar eins og Seðlabanki Íslands hefur bent á, til að mynda ef Ísland missir samband við önnur ríki um ljósleiðara og sæstrengi. Seðlabankinn vill koma kerfinu á í gegnum gervihnattasamband til þess að tryggja öryggið. Þá hefur verið á það bent að umtalsverðir hagsmunir fylgja ríkjandi kerfi, sem kostar neytendur um 50 milljarða á ári, að því er RÚV greindi frá í janúar. Sá kostnaður er mun hærri hér á landi en annars staðar.
Fákeppni á markaði
Kristrún bendir á að ríkisstjórnin hafi erft þetta mál frá fyrri ríkisstjórn og að …
Athugasemdir (1)