Þoka og sólskin við sjávarsíðuna

Marg­ir upp­lifðu í morg­un að vakna í sól­skini en fyrr en varði voru þeir komn­ir inn í þoku­bakka. Veð­ur­fræð­ing­ur hjá Veð­ur­stofu Ís­lands seg­ir al­vana­legt að þeg­ar jafn hlýtt erí lofti og und­an­far­ið að ein­hverj­ir lands­hlut­ar lendi í þoku við sjáv­ar­síð­una

Þoka og sólskin við sjávarsíðuna
Þokubakkarnir minnkuðu skyggnið í Reykjavík í morgun Mynd: Golli

Margir höfuðborgarbúar upplifðu í morgun að leggja af stað í vinnu eða skóla í sólskini en fyrr en varði voru þeir komnir inn í þokubakka þar sem þeir sáu varla í kring um sig. 

Birgir Örn Höskuldsson, vakthafandi veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir þokubakkana vera við vesturströndina, svæðið frá Reykjanesi og yfir á Vestfirði. Þeir hafi sömuleiðis verið á Suðurlandi í morgun en þar sé farið að létta til. 

„Þokubakkarnir koma utan af hafi, hér er þetta þoka sem kemur utan af Faxaflóa,“ segir hann. „Það er búið að vera mjög hlýtt undanfarið. Oftast þegar svona hlýtt loft kemur til landsins þá kólnar það að neðan yfir sjónum og það myndast þoka. Það er venjulegt ástand þegar það er svona hlýtt loft að einhverjir landshlutar lendi í þoku við sjávarsíðuna. Loftið er hlýrra en sjórinn og þar kólnar allra neðsta lagið,“ segir hann. 

En það er ekki bara þoka á höfuðborgarsvæðinu heldur einnig mistur sem þau á Veðurstofunni hafa velt fyrir sér í morgun. Birgir segir að um sé að ræða þoku þegar skyggnið fer undir kílómetra, þegar fólk er í raun inni í skýi,  en í mistrinu sér fólk mun lengra þó útsýnið verði óskýrara þegar lengra dregur. 

„Það er ekki alveg ljóst af hverju þetta mistur er. Það er lítill sem enginn vindur, loftið er stöðugt næst jörðu og landast lítið upp. Þetta gæti verið salt sem fellur úr þokubökkunum eða leifar úr eldunum síðan í gær,“ segir hann en það kviknaði til að mynda í ruslagámi á gámastæði Terra í Hafnarfirði í gær. „Það hefur ekki verið neinn vindur síðan þannig að það er ekki víst að þetta hafi náð að fjúka í burtu. Það er líka fínt svifryk að mælast, en í litlu magni. Þetta er það helsta sem okkur dettur í hug, án þess að við vitum það; saltagnir eða leifar af bruna síðan í gær. Það er síðan alltaf einhver mengum frá bílum og í svona ástandi bætist hún ofan á,“ segir Birgir og tekur fram að þetta séu helstu tilgáturnar um ástæður mistursins.

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár