Áfrýjunarnefnd í kærumálum háskólanema hafnaði kröfu umsækjanda sem vildi komast í meistaranám í „Design and new environment við Listaháskóla Íslands (LHÍ).
Tilvonandi nemandinn kærði synjun skólans á þeim forsendum að inntökunefnd hefði sýnt sér vanvirðingu og það birst með áhugaleysi og látbragði þeirra sem tóku viðtalið sem fram fór í gegnum fjarfundarbúnað. Það hafi verið upplifun hans. Þá var hann ósáttur við að hann hafi aðeins fengið sólarhring til þess að undirbúa sig undir viðtalið auk þess sem því hafi seinkað lítillega og ekki hafist á tilætluðum tíma. Þá vildi vongóði hönnuðurinn meina að inntökunefndin hefði ekki kynnt sér verk hans nægilega vel til þess geta tekið upplýsta afstöðu til þeirra.
Hafna að hafa sýnt af sér vanvirðingu
Í málsástæðum háskólans er því hafnað sérstaklega að umsækjandanum hafi verið sýnd vanvirðing í viðtalinu. Þeir hafi þvert á móti sýnt honum virðingu og kursteisi líkt og öðrum umsækjendum. Þá sé það …
Athugasemdir