Að minnsta kosti 29 manns létust í loftárásum Ísraelsmanna á Gaza á miðvikudag, samkvæmt björgunaraðilum á svæðinu, á sama tíma og viðræður um lausn gísla héldu áfram í Katar.
„Að minnsta kosti 25 manns féllu og tugir særðust“ í árás á Jabalia í norðurhluta Gaza, sagði talsmaður borgaralegra varnarsveita, Mahmud Bassal, í samtali við AFP. Hann bætti við að fjórir hefðu einnig látist í árás á borgina Khan Yunis í suðurhluta Gaza.
Mohammad Awad, læknir á bráðadeild sjúkrahússins í norður-Gaza, sagði við AFP að alvarlegur skortur hafi gert bráðadeildinni ókleift að sinna þeim fjölda særðra sem barst eftir árásina á Jabalia.
„Sjúkrahúsið ræður ekki við fjöldann. Það vantar rúm, lyf og tæki til skurðaðgerða og lækninga, sem þýðir að margir særðir látast vegna skorts á meðferð,“ sagði hann.
Awad sagði einnig að „lík hinna látnu liggi í göngum sjúkrahússins þar sem líkhúsið er orðið yfirfullt. …
Athugasemdir