Hollensk náttúruverndarsamtök, Milieudefensie, tilkynntu í dag að þau hefðu höfðað nýtt mál gegn olíufyrirtækinu Shell. Markmiðið er að koma í veg fyrir að félagið fjárfesti í nýjum olíu- og gaslindum.
Í nóvember síðastliðnum felldi áfrýjunardómstóll í Hollandi úr gildi tímamótaúrskurð frá 2021, þar sem Shell var gert að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 45 prósent fyrir árið 2030. Dómstóllinn féllst þó á að Shell bæri að leggja „viðeigandi framlag“ til markmiða Parísarsamkomulagsins, án þess þó að setja fyrirtækinu skýr markmið um losun.
Parísarsamkomulagið kveður á um að öll ríki skuli draga úr losun kolefnis til að takmarka hlýnun jarðar við tvær gráður á Celsíus, með það að markmiði þó að haldan aftur að hækkun um 1,5 gráður.
Í bréfi til Shell sakar Milieudefensie fyrirtækið um að brjóta gegn lagalegri skyldu sinni samkvæmt hollenskum lögum með því að halda áfram að fjárfesta í nýjum olíu- og gasverkefnum.
„Vísindin eru skýr. …
Athugasemdir