Þessi grein birtist fyrir rúmlega 3 mánuðum.

Hollensk loftslagsamtök höfða nýtt mál gegn Shell

Hol­lensk lofts­lag­sam­tök, Milieu­d­efensie, hafa höfð­að nýtt mál gegn Shell til að stöðva fjár­fest­ing­ar í nýj­um olíu- og gas­lind­um. Þau segja fyr­ir­tæk­ið brjóta hol­lensk lög og að að­gerð­ir þess gangi gegn mark­mið­um Par­ís­ar­sam­komu­lags­ins.

Hollensk loftslagsamtök höfða nýtt mál gegn Shell
Í olíuleit Samkvæmt Milieudefensie á Shell að fullu eða að hluta 700 olíu- og gasverkefni sem enn eru í vinnslu Mynd: EPA

Hollensk náttúruverndarsamtök, Milieudefensie, tilkynntu í dag að þau hefðu höfðað nýtt mál gegn olíufyrirtækinu Shell. Markmiðið er að koma í veg fyrir að félagið fjárfesti í nýjum olíu- og gaslindum.

Í nóvember síðastliðnum felldi áfrýjunardómstóll í Hollandi úr gildi tímamótaúrskurð frá 2021, þar sem Shell var gert að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 45 prósent fyrir árið 2030. Dómstóllinn féllst þó á að Shell bæri að leggja „viðeigandi framlag“ til markmiða Parísarsamkomulagsins, án þess þó að setja fyrirtækinu skýr markmið um losun.

Parísarsamkomulagið kveður á um að öll ríki skuli draga úr losun kolefnis til að takmarka hlýnun jarðar við tvær gráður á Celsíus, með það að markmiði þó að haldan aftur að hækkun um 1,5 gráður.

Í bréfi til Shell sakar Milieudefensie fyrirtækið um að brjóta gegn lagalegri skyldu sinni samkvæmt hollenskum lögum með því að halda áfram að fjárfesta í nýjum olíu- og gasverkefnum.

„Vísindin eru skýr. …

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár