Var krabbamein í sýninu?

Bylgja Babýlons uppist­and­ari seg­ir ým­is­legt benda til að hún hafi feng­ið ranga grein­ingu úr skimun fyr­ir leg­hálskrabba­meini hjá Krabba­meins­fé­lag­inu ár­ið 2018 líkt og fleiri kon­ur. Hún greind­ist með krabba­mein rúm­um tveim­ur ár­um síð­ar. „Ég vil bara vita hvort það liggi ein­hvers stað­ar sýni úr mér á Ís­landi frá ár­inu 2018 merkt „hreint“ þeg­ar það er í raun og veru krabba­mein í því.“

Var krabbamein í sýninu?

Bylgja Babýlons fór haustið 2020 að finna fyrir því sem hún segir að hafi verið kunnuglegir verkir neðst í kviðarholi. Hún pantaði tíma hjá kvensjúkdómalækni í Edinborg í Skotlandi þar sem hún bjó og býr enn. Í byrjun árs 2021 tilkynntu læknar henni að hún væri með leghálskrabbamein. 

Þegar Bylgja segir „kunnuglegir verkir“ er hún að vísa til þess að hún hafi upplifað svipaðan sársauka seinni hluta ársins 2017 og fram eftir árinu 2018. „Þetta var seiðingur og svona þrýstingsverkir neðarlega í kviðarholinu,“ segir Bylgja. 

Þegar verkirnir gerðu fyrst vart við sig bjó Bylgja enn á Íslandi.  Hún fór í ýmsar rannsóknir vegna einkennanna í byrjun árs 2018. Í einni slíkri voru tekin sýni úr leghálsi til að hægt væri að útiloka krabbamein. Sýnin voru send í Leitarstöð Krabbameinsfélags Íslands. Niðurstaðan var sú að hún væri ekki með krabbamein. Bylgja ákvað þá að láta gamlan draum um að flytja …

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár