Bylgja Babýlons fór haustið 2020 að finna fyrir því sem hún segir að hafi verið kunnuglegir verkir neðst í kviðarholi. Hún pantaði tíma hjá kvensjúkdómalækni í Edinborg í Skotlandi þar sem hún bjó og býr enn. Í byrjun árs 2021 tilkynntu læknar henni að hún væri með leghálskrabbamein.
Þegar Bylgja segir „kunnuglegir verkir“ er hún að vísa til þess að hún hafi upplifað svipaðan sársauka seinni hluta ársins 2017 og fram eftir árinu 2018. „Þetta var seiðingur og svona þrýstingsverkir neðarlega í kviðarholinu,“ segir Bylgja.
Þegar verkirnir gerðu fyrst vart við sig bjó Bylgja enn á Íslandi. Hún fór í ýmsar rannsóknir vegna einkennanna í byrjun árs 2018. Í einni slíkri voru tekin sýni úr leghálsi til að hægt væri að útiloka krabbamein. Sýnin voru send í Leitarstöð Krabbameinsfélags Íslands. Niðurstaðan var sú að hún væri ekki með krabbamein. Bylgja ákvað þá að láta gamlan draum um að flytja …
Athugasemdir