Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

Minnst sjö kært meintan eltihrelli

Fleiri kær­ur hafa ver­ið lagð­ar fram hjá lög­reglu­embætt­inu á Suð­ur­nesj­um gegn Ír­isi Helgu Jónatans­dótt­ur, sem hef­ur ver­ið sök­uð um umsát­ur­seinelti. Á með­al kær­enda eru ólögráða ung­menni.

Minnst sjö kært meintan eltihrelli
Íris Helga Jónatansdóttir mætti í hlaðvarpið fullorðins hjá Brotkasti í lok mars þar sem hún greindi frá sinni hlið málsins. Þar neitaði hún að hafa beitt umsáturseinelti. Mynd: Brotkast

Að minnsta kosti sjö hafa kært konu í Reykjanesbæ, Írisi Helgu Jónatansdóttur, fyrir umsáturseinelti, síðan Heimildin fjallaði um málið í mars síðastliðnum. Af þessum sjö eru að minnsta kosti tvær kærur sem snúa að einstaklingum undir lögaldri sem segjast hafa orðið fyrir áreiti af hálfu konunnar í gegnum samfélagsmiðla. Lögreglan á Suðurnesjum rannsakar málið og segir í svari til Heimildarinnar að það sé ekki tímabært að tjá sig um málið að svo stöddu, en það séu fleiri mál til meðferðar og bíða útgáfu ákæru.

Garpur stígur fram

Það var í mars síðastliðnum sem dagskrárgerðarmaðurinn Garpur Ingason Elísabetarson steig fyrst fram í umfjöllun Vísis og sagði frá reynslu sinni af áreiti sem hafði þá staðið yfir í um ár. Hann hafði farið á stefnumót með Írisi Höllu og lauk samskiptum þeirra skömmu síðar. Garpi fóru þá að berast truflandi skilaboð og einkennilegt áreiti. Allt þetta stigmagnaðist hratt og svo fór að …

Kjósa
12
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Indriði Þorláksson
2
Pistill

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld, hagn­að­ur og raun­veru­leg af­koma

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa mót­mælt hækk­un veiði­gjalda með röng­um for­send­um og áróðri. Al­menn­ing­ur styð­ur hins veg­ar að hlut­ur þjóð­ar­inn­ar í arði af fisk­veiðiauð­lind­inni verði auk­inn. Reikn­uð auð­lindar­enta end­ur­spegl­ar raun­veru­lega af­komu bet­ur en bók­halds­leg­ur hagn­að­ur, sem get­ur ver­ið skekkt­ur með reikn­ings­færsl­um og eigna­tengsl­um.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
6
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár