Að minnsta kosti sjö hafa kært konu í Reykjanesbæ, Írisi Helgu Jónatansdóttur, fyrir umsáturseinelti, síðan Heimildin fjallaði um málið í mars síðastliðnum. Af þessum sjö eru að minnsta kosti tvær kærur sem snúa að einstaklingum undir lögaldri sem segjast hafa orðið fyrir áreiti af hálfu konunnar í gegnum samfélagsmiðla. Lögreglan á Suðurnesjum rannsakar málið og segir í svari til Heimildarinnar að það sé ekki tímabært að tjá sig um málið að svo stöddu, en það séu fleiri mál til meðferðar og bíða útgáfu ákæru.
Garpur stígur fram
Það var í mars síðastliðnum sem dagskrárgerðarmaðurinn Garpur Ingason Elísabetarson steig fyrst fram í umfjöllun Vísis og sagði frá reynslu sinni af áreiti sem hafði þá staðið yfir í um ár. Hann hafði farið á stefnumót með Írisi Höllu og lauk samskiptum þeirra skömmu síðar. Garpi fóru þá að berast truflandi skilaboð og einkennilegt áreiti. Allt þetta stigmagnaðist hratt og svo fór að …
Athugasemdir