Þessi grein birtist fyrir rúmlega 3 mánuðum.

Minnst sjö kært meintan eltihrelli

Fleiri kær­ur hafa ver­ið lagð­ar fram hjá lög­reglu­embætt­inu á Suð­ur­nesj­um gegn Ír­isi Helgu Jónatans­dótt­ur, sem hef­ur ver­ið sök­uð um umsát­ur­seinelti. Á með­al kær­enda eru ólögráða ung­menni.

Minnst sjö kært meintan eltihrelli
Íris Helga Jónatansdóttir mætti í hlaðvarpið fullorðins hjá Brotkasti í lok mars þar sem hún greindi frá sinni hlið málsins. Þar neitaði hún að hafa beitt umsáturseinelti. Mynd: Brotkast

Að minnsta kosti sjö hafa kært konu í Reykjanesbæ, Írisi Helgu Jónatansdóttur, fyrir umsáturseinelti, síðan Heimildin fjallaði um málið í mars síðastliðnum. Af þessum sjö eru að minnsta kosti tvær kærur sem snúa að einstaklingum undir lögaldri sem segjast hafa orðið fyrir áreiti af hálfu konunnar í gegnum samfélagsmiðla. Lögreglan á Suðurnesjum rannsakar málið og segir í svari til Heimildarinnar að það sé ekki tímabært að tjá sig um málið að svo stöddu, en það séu fleiri mál til meðferðar og bíða útgáfu ákæru.

Garpur stígur fram

Það var í mars síðastliðnum sem dagskrárgerðarmaðurinn Garpur Ingason Elísabetarson steig fyrst fram í umfjöllun Vísis og sagði frá reynslu sinni af áreiti sem hafði þá staðið yfir í um ár. Hann hafði farið á stefnumót með Írisi Höllu og lauk samskiptum þeirra skömmu síðar. Garpi fóru þá að berast truflandi skilaboð og einkennilegt áreiti. Allt þetta stigmagnaðist hratt og svo fór að …

Kjósa
12
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár