Íslenska ríkið hefur greitt alls 174 milljónir króna til þeirra stjórnmálaflokka sem hafa boðið fram til Alþingis síðustu fimm kosningar. Þetta eru sérstök framlög vegna kosningabaráttu, sem bætast ofan á mörghundruð milljóna króna árleg framlög ríkissjóðs til þingflokka og þeirra sem náðu minnst 2,5 prósenta fylgi í síðustu kosningum hverju sinni.
Fjárhæðirnar koma fram í svari Þorbjargar Sigríðar Gunnlaugsdóttur dómsmálaráðherra við fyrirspurn Árna Helgasonar, varaþingmanns Sjálfstæðisflokksins. Í svarinu segir einnig að frá því að lög um fjármál stjórnmálaflokka tóku gildi – sem tryggðu beinar greiðslur úr ríkissjóði – hafi tæplega níu milljarðar króna runnið til stjórnmálaflokka.
Til viðbótar við þessi framlög eru auk þess greidd laun starfsfólks ríkisstjórnarinnar, svo sem aðstoðarmanna, sem og starfsmanna þingflokka. Hver flokkur sem á fulltrúa á Alþingi fær 12 milljónir króna í árlegt framlag úr ríkissjóði. Ríkið greiðir einnig laun aðstoðarmanna ráðherra og formanna stjórnmálaflokka á þingi sem ekki gegna ráðherraembætti.
Samkvæmt yfirliti í …
Athugasemdir