Tap upp á 344 milljónir króna varð á fjarskipta- og fjölmiðlafyrirtækinu Sýn á fyrstu þremur mánuðum ársins. Tekjur drógust saman á milli ára og fyrirtækið skilaði rekstrartapi, samanborið við rekstrarhagnað á sama tímabili í fyrra.
Þetta kemur fram í árshlutareikningi félagsins sem birtur var síðdegis í dag. Í tilkynningu Sýnar vegna uppgjörsins segir að rekstrartapið sé í samræmi við áætlanir fyrirtækisins.
Í uppgjörinu kemur fram að auglýsingatekjur hafi lækkað, en aðalástæðan séu umfangsmiklar breytingar á skipulagi einingarinnar, sem miða að því að styrkja reksturinn til framtíðar.
Fjarskiptahluti fyrirtækisins – það er rekstur Vodafone – er sagður sýna merki um vöxt, bæði í tekjum og fjölda viðskiptavina. Þá kemur fram að aldrei hafi fleiri verið áskrifendur að streymisveitunni Stöð 2+.
Í tilkynningu Sýnar segir að búist sé við að mánuðirnir apríl, maí og júní verði einnig kostnaðarsamir, einkum vegna stefnumarkandi breytinga. Miklar væntingar eru hins vegar bundnar við útsendingar á …
Athugasemdir