Þessi grein birtist fyrir rúmlega 6 mánuðum.

Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti

Meðal þeirra leigubílstjóra sem hafa verið bannaðir á leigubílastæðinu við Keflavíkurflugvöll eru bílstjórar sem hafa fengið ótímabundið bann vegna ógnandi og óviðeigandi framkomu í garð starfsfólks Isavia.

Að sögn Guðjóns Helgasonar, upplýsingafulltrúa Isavia, hefur fyrirtækið stutt starfsfólk sitt í að kæra framferði sem þetta til lögreglu og segir að það muni halda því áfram. 

Starfsfólk upplifir að því sé ógnað

Guðjón segir að einn leigubílstjóri, sem er sérlega virkur á samfélagsmiðlum, hafi gengið mjög hart fram í að nafngreina starfsfólk. „Og saka það um óheiðarleika eða að sinna ekki vinnu sinni. Um hreint og klárt einelti af hans hálfu er að ræða og það verður ekki liðið með nokkrum hætti.“

Einelti viðkomandi er sagt felast í því að starfsfólk sé nafngreint á samfélagsmiðlum; það sé sakað, undir nafni, um óheiðarleika og að sinna ekki vinnu sinni. Þá sé það uppnefnt á samfélagsmiðlum og að því sótt með óvægnum hætti.

Kjósa
23
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Jón Helgason skrifaði
    Er ekki einelti að nafngreina þann sem leggur í einelti?
    Að sjá á facebook síðu viðkomandi þá er hann að með einhverjar heimilidir fyrir því sem hann segir. Þannig að það er varla hægt að kalla það einelti.

    Er Isavia ekki líka á hálum ís?
    0
    • Sigrún Jónsdóttir skrifaði
      Hann hefur nú verið nafngreindur víða og er ekkert að fela sjálfan sig á netinu svo neo, þetta er ekki einelti. Hann er greinilega ekki með öllum mjalla.
      0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Sagt frá andláti móður sinnar „nánast í sömu andrá og jólin voru hringd inn“
2
Viðtal

Sagt frá and­láti móð­ur sinn­ar „nán­ast í sömu andrá og jól­in voru hringd inn“

Í bók­inni Mamma og ég, seg­ir Kol­beinn Þor­steins­son frá sam­bandi sínu við móð­ur sína, Ástu Sig­urð­ar­dótt­ur rit­höf­und. Á upp­vaxt­ar­ár­un­um þvæld­ist Kol­beinn á milli heim­ila, með eða án móð­ur sinn­ar, sem glímdi við illskilj­an­leg veik­indi fyr­ir lít­ið barn. Níu ára gam­all sat hann jarð­ar­för móð­ur sinn­ar og átt­aði sig á því að draum­ur­inn yrði aldrei að veru­leika – draum­ur­inn um að fara aft­ur heim.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagt frá andláti móður sinnar „nánast í sömu andrá og jólin voru hringd inn“
3
Viðtal

Sagt frá and­láti móð­ur sinn­ar „nán­ast í sömu andrá og jól­in voru hringd inn“

Í bók­inni Mamma og ég, seg­ir Kol­beinn Þor­steins­son frá sam­bandi sínu við móð­ur sína, Ástu Sig­urð­ar­dótt­ur rit­höf­und. Á upp­vaxt­ar­ár­un­um þvæld­ist Kol­beinn á milli heim­ila, með eða án móð­ur sinn­ar, sem glímdi við illskilj­an­leg veik­indi fyr­ir lít­ið barn. Níu ára gam­all sat hann jarð­ar­för móð­ur sinn­ar og átt­aði sig á því að draum­ur­inn yrði aldrei að veru­leika – draum­ur­inn um að fara aft­ur heim.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
5
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár