Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.

Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
Margrét Friðriksdóttir er ritstjóri Fréttin.is.

Margrét Friðriksdóttir, stofnandi og ritstjóri Fréttin.is, segist standa við grein um að níu hælisleitendur hafi hópnauðgað stúlku um páskana.

Vefmiðillinn Frettin.is birti á laugardag grein þar sem segir að miðlinum hafi „borist upplýsingar um alvarlega hópnauðgun sem kom upp um páskana, þar sem erlendir menn eru grunaðir um að hafa brotið kynferðislega á 16 ára stúlkubarni.“

Samfélagsmiðlar hafa logað vegna greinarinnar en eins og Heimildin, og raunar flestir fréttamiðlar, greindi frá í morgun þá segir lögreglan ekkert mál af þessum toga vera á sínu borði. 

„Ég er með heimildarmenn. Það er mjög merkilegt að lögreglan skuli svara öðrum en ekki okkur sem erum náttúrulega með upphaflegu heimildina og skrifum þessa frétt,“ segir Margrét. 

Aðal heimildamaður Margrétar segir hún vera konu sem skrifaði færslu í Facebook-hópnum Stjórnmálaspjallið um helgina þar sem hún lýsir því hvernig sextán ára stúlku hafi verið hópnauðgað af hælisleitendum. 

Þannig að grunnurinn er í raun þessi Facebook-færsla sem þessi einstaklingur skrifar?

„Já, grunnurinn er sá, og það er búið að taka skjáskot líka, af þessari færslu, og dreifa henni um netið. Þannig að það er ekki eins og Fréttin hafi verið fyrst með þetta þó við séum fyrsti fjölmiðillinn með þetta þá er þetta komið víða. Ég hef enga ástæðu til að halda að þessi kona hafi logið þessu. Ég hef ekki trú á því. Og við stöndum við þessa frétt þangað til hið sanna kemur í ljós. Við erum að bíða ennþá eftir svörum frá lögreglu. Ef þau berast ekki skriflega þá er það mjög undarlegt. Og við erum ekkert hætt í þessu máli,“ segir Margrét. 

En þú segir að þið standið við þessa grein þangað til hið sanna kemur í ljós. Væri ekki eðlilegra að reyna meira að komast að því hvað er satt og rétt áður en það er gerð grein?

„Við teljum okkur hafa fengið áreiðanlegar upplýsingar líka frá manneskju sem tengist stúlkunni fjölskylduböndum, og ég er bundin trúnaði við. Okkur finnst síðan mjög skrýtið að einhver færi að skrifa svona í sínu nafni, leggja sjálfan sig í stórhættu, sitja undir hótunum eins og hún er að gera núna. Henni hefur borist fjölda hótana.

Þannig að okkur finnst það mjög ótrúlegt að einhver manneskja skuli leggjast svo lágt að ljúga svona, og að setja sjálfa sig og fjölskyldu í stórhættu. Það einhvern veginn fer ekki saman,“ segir hún og bætir við að konan sem skrifaði færsluna hafi sagt sér að hún væri komin með lögmann vegna hótana sem henni hefðu borist vegna skrifanna. 

Unnið í samráði við konuna

Margrét segist hafa séð Facebook-færslu konunnar og unnið greinina í fullu samráði við hana. Um hálftíma eftir að greinin birtist á Fréttin.is hafi konan haft samband „alveg logandi hrædd“ og beðið um að greinin yrði tekin út vegna hótana sem konan hafi fengið. „Ég sagði, veistu, hún er bara komin í birtingu og það eru fjörutíu búnir að deila henni nú þegar, og við getum ekki gert það á þessum tímapunkti,“ segir hún. 

En getur verið að þið hjá Frettin.is hafið ekki skoðað málið nógu vel áður en þið birtuð greinina?

„Nei nei, við skoðuðum þetta mjög vel, þessa konu. Ég veit símanúmerið hennar, heimilisfangið, kannaði hvort þetta væri alvöru manneskja. Ég sá mynd af henni með konu sem ég þekki mjög vel og er mjög góð kona og alvöru manneskja. Ég kannaði alveg bakgrunn hennar. Það er furðulegt að vera svona að skjóta sendiboðann. Konan er enn með þessa færslu inni. Hún er ekkert að draga þetta til baka.“

En nú getur hver sem er skrifað eitthvað á Facebook og ef um er að ræða alvarleg mál eða einhvers konar ásakanir er þá ekki eðilegt af fréttamiðlum að skoða og rannsaka með einhverjum hætti áður en það er gert að umfjöllun?

„Já, við gerðum það, við skoðuðum það. Okkur fannst hún bara vera trúverðug, við mátum það sem svo. Og við sendum auðvitað póst á lögregluna. Þetta er síðan ekkert eina svona málið. Það eru nokkur svona mál á borði lögreglu,“ segir Margrét og vísar til fréttaflutnings um hópnauðganir að undanförnu. 

Vænir lögreglu um að segja ósatt

Í grein Fréttarinnar segir að lögreglan sé með upptökur af frelsissviptingunni en lögreglan hefur sagt við fjölda fréttamiðla í dag að það sé ekki rétt. 

„Hún allavega segir að það séu upptökur. Ég reiknaði bara með því að lögreglan væri komin með þær. Hún segir að það sé verið að yfirheyra þá þannig að væntanlega er lögreglan komin í málið og væntanlega komin með þessar upptökur,“ segir Margrét. 

En ef þú færð staðfest að þetta er ekki rétt?

„Þá munum við gefa út yfirlýsingu um að konan hafi sagt ósatt. Þangað til er þetta svona og við kjósum að trúa konunni. Hún var ekki reikul í framburði sínum. Hún kom með frekari upplýsingar. Hún er með lögfræðing. Mér finnst verið að skjóta sendiboðann.“

Spurð um misræmi á milli þess sem Fréttin fjallar um og það sem lögreglan segir, svarar Margrét: „Mér sýnist að lögreglan sé að segja ósatt en það kemur bara í ljós á næstu dögum.“

Heimildin reyndi ítrekað að ná í konuna sem skrifaði færsluna en án árangurs. 

Nafn konunnar sem er tögguð er fremst í færslunni, hér yfirstrikað með bláu.

Þá merkir hún konu með nafni í upphafi færslunnar, og getur virst sem svo að sú hafi orðið fyrir umræddri nauðgun. 

Heimildin náði sambandi við þá konu sem segist ekkert tengjast þessu á neinn hátt. 

„Það er verið að tagga mig en ég tengist þessu ekki. Þessi kona var að skrifa færslu á sinni síðu þar sem hún var að biðja fólk sem styður innflytjendur og hælisleitendur að eyða sér á Facebook. Ég bara svaraði henni og þá fór hún að skrifa alls konar komment og tagga mig. Þetta lítur út eins og ég hafi lent í þessu sjálf. Ég veit ekki við hvern ég á að tala til að láta eyða þessu,“ segir konan í samtali við Heimildina.

Skráður fjölmiðlill hjá Fjölmiðlanefnd

Fréttin.is er skráður fjölmiðill hjá Fjölmiðlanefnd. Um ritstjórnarstefnu miðilisins stendur á vef Fjölmiðlanefndar: 

„Tjáningarfrelsið er hornsteinn lýðræðislegs samfélags og er miðillinn stofnaður með það að leiðarljósi að opna umræðuna í íslensku samfélagi sem við teljum vera einsleita og jafnvel byggða á þöggun og ritskoðun sem er andstætt lýðræðinu. Við einbeitum okkur að því að birta fréttir byggðar á trúverðugum heimildum sem aðrir miðlar treysta sér ekki til að fjalla um.“

Kjósa
13
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • APA
    Axel Pétur Axelsson skrifaði
    lygasögur andskotans . . .
    1
  • Þorkell Egilsson skrifaði
    Veslings Magga F. Óttinn og Óreiðan eru lélegir fréttamenn og/eða framleiðsla heimildarmynda um ágæti Pútíns Rússaforseta.
    2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
4
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.
Veiktist í kjölfar morðhótana:„Ekki lengur óttalausa stúlkan með sterku röddina“
5
Viðtal

Veikt­ist í kjöl­far morð­hót­ana:„Ekki leng­ur ótta­lausa stúlk­an með sterku rödd­ina“

Najmo Fiya­sko Finn­boga­dótt­ir, ís­lensk-sómölsk bar­áttu­kona og fyrr­ver­andi sam­fé­lags­miðla­stjarna, hef­ur í kjöl­far ótal morð­hót­ana dreg­ið sig í hlé frá bar­átt­unni fyr­ir bætt­um rétt­ind­um stúlkna og kvenna í Sómal­íu. Najmo býr nú í Sómal­íu það­an sem hún flúði 13 ára göm­ul. Hún seg­ir að langvar­andi streita af völd­um ótta við hót­an­irn­ar hafi á end­an­um brot­ið hana nið­ur. „Ég tap­aði átt­um og vildi bara kom­ast heim til mömmu.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Taxý Hönter bannaður á leigubílastæðinu:  „Þeir lugu upp á mig rasisma“
2
Fréttir

Taxý Hön­ter bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu: „Þeir lugu upp á mig ras­isma“

Með­al þeirra leigu­bíl­stjóra sem hef­ur ver­ið mein­að­ur að­gang­ur að leigu­bíla­stæð­inu á Kefla­vík­ur­flug­velli er Frið­rik Ein­ars­son eða Taxý Hön­ter. Hann seg­ir ástæð­una vera upp­logn­ar kvart­an­ir, með­al ann­ars um að hann sé ras­isti. Karim Ask­ari, leigu­bíl­stjóri og fram­kvæmda­stjóri Stofn­un­ar múl­isma á Ís­landi, seg­ir Frið­rik hafa áreitt sig og aðra bíl­stjóra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
4
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“
Júlía Margrét Alexandersdóttir
6
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár