Það verða liðnir hundrað dagar frá því Trump komst aftur til valda í vikunni. Kannski munu þeir duga til að koma í gegn breytingum á efnahagsskipan heimsins sem rætt hefur verið um reglulega á öllum þessum fyrsta ársfjórðungi aldarinnar.
Fyrst fór að bera á því breytingatali eftir að tæknibólan sprakk árið 2001. Sérstaklega var síðan búist við algerum efnahagslegum umbreytingum eftir alþjóðlegu fjármálakrísuna árið 2008. Raunar hefði verið réttara að kalla hana Norður-Atlantshafskrísuna eins og Adam Tooze sagnfræðiprófessor benti á í bók sinni um hrunið (Crashed – How a Decade of Financial Crises Changed the World) sem kom út árið 2018. Þær umbreytingar létu þó á sér standa, á yfirborðinu, þó að pípulagnir alþjóðlega fjármálakerfisins hefðu verið lagfærðar og breytt í vissum grundvallarþáttum.
Heimsfaraldurinn 2020 sneri svo á haus hugmyndinni um hver kraftur ríkisins getur verið við að bjarga hagkerfinu. Eftir að við höfðum lært hvernig seðlabankarnir björguðu fjármálakerfinu 2008. …
Athugasemdir