Norski olíusjóðurinn, sem er stærsti fjárfestingarsjóður heims og í eigu norska ríkisins, greindi frá því á fimmtudag að hann hafi skilað neikvæðri ávöxtun upp á 0,6 prósent eða 415 milljarða norskra króna – um 5.059 milljarðar íslenskra króna – á fyrstu þremur mánuðum ársins.
„Ársfjórðungurinn einkenndist af miklum sveiflum á mörkuðum. Hlutaeignir okkar skiluðu neikvæðri ávöxtun, aðallega vegna lækkana í tæknigeiranum,“ sagði Nicolai Tangen, forstjóri norska olíusjóðsins, í yfirlýsingu.
Sjóðurinn greindi einnig frá því að norska krónan hafi styrkst gagnvart nokkrum helstu gjaldmiðlum á tímabilinu.
„Gengishreyfingarnar leiddu til lækkunar á virði sjóðsins um 879 milljarða króna (um 10.712 milljarða íslenskra króna),“ sagði í yfirlýsingunni.
Alls lækkaði virði sjóðsins um 1.215 milljarða norskra króna á fyrsta ársfjórðungi og stóð í 18.526 milljörðum króna í lok tímabilsins. Þetta samsvarar um 225.758 milljörðum íslenskra króna.
Þann 31. mars var 70 prósent fjármuna sjóðsins fjárfest í hlutabréfum, 27,7 prósent í skuldabréfum, 1,9 prósent …
Athugasemdir