Engar reglur um sovéska samóvarinn

Dav­íð Odds­son virð­ist hafa mátt ráð­stafa fal­leg­um sov­ésk­um samóvar eins og hon­um sýnd­ist. Teketill­inn var gjöf frá fyrr­ver­andi leið­toga Sov­ét­ríkj­anna og var seld­ur á upp­boði til styrkt­ar ung­um Sjálf­stæð­is­mönn­um fyrr á ár­inu.

Engar reglur um sovéska samóvarinn
Gjöf Davíðs til fjársöfnunar SUS Hér má sjá hinn glæsilega sovéska samóvar sem var svo seldur á eina og hálfa milljón.

Engin gögn hafa fundist hjá skjalasafni Ráðhúss Reykjavíkur, Borgarskjalasafni né Listasafni Reykjavíkur um sovéska samóvarinn sem var seldur á uppboði til styrktar Sambandi ungra Sjálfstæðismanna. Þetta kemur fram í svörum frá Reykjavíkurborg.

Samóvarinn, sem er rússneskur teketill, var gjöf frá Mikhaíl Gorbatsjov, fyrrverandi leiðtoga Sovétríkjanna. Teketillinn var gefinn Davíð Oddssyni, þáverandi borgarstjóra Reykjavíkur, eftir fund Gorbatsjov og Ronalds Reagan, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, í Höfða árið 1986.

Leiðtogar fundaFundurinn í Höfða er rækilega skráður í sögubækurnar. Nú er heppinn safnari með forlátan teketil frá fundinum í sínum fórum.

Davíð gaf svo teketilinn til fjársöfnunar SUS þar sem hann seldist á eina og hálfa milljón. Ekki er vitað hver kaupandinn er.

Borgin átti ekki Samóvarinn

„Engin gögn finnast sem með einhverjum hætti staðfesta eða benda til eignarheimildar Reykjavíkurborgar á umræddum hlut. Þá liggja heldur engin gögn fyrir sem benda til þess að hann hafi einhvern tímann verið í vörslu Reykjavíkurborgar,“ segir í svari borgarinnar, spurð hvort samóvarinn hafi á einhverjum tímapunkti verið skráður sem einhvers konar eign borgarinnar. Það er því ljóst að fyrrverandi borgarstjóra var heimilt að ráðstafa sovéska tekatlinum með þeim hætti sem var gert, þó að mögulega sé um sögulegar minjar að ræða.

Engar reglur

Þá hefur ekkert verið rætt um málið innan borgarkerfisins og stendur ekki til að svo stöddu. Þá eru engar skráðar reglur í gildi hjá Reykjavíkurborg um gjafir til borgarstjóra. Þó hefur Reykjavíkurborg fengið ýmsar gjafir í gegnum tíðina, svo sem jólatré, málverk og fleira, sem hafa fengið afgreiðslu innan stjórnsýslu Reykjavíkurborgar og þá tekið fyrir hvort borgin eigi að þiggja gjöfina eða ekki. „Borgarstjóri hefur einnig fengið ýmsar gjafir og er það í höndum móttökufulltrúa Reykjavíkurborgar að skrá þær og varðveita. Ef um listaverk er að ræða eftir tiltekinn listamann fer afgreiðsla fram í aðfanganefnd/innkaupanefnd Listasafns Reykjavíkur“, segir svo í svari borgarinnar.

Fargaði Banksy

Sala SUS á tekatlinum vakti spurningar á samfélagsmiðlum og hvort borgarstjóra sé stætt á að halda slíkum gjöfum.  

Jón Gnarr, þingmaður og fyrrverandi borgarstjóri, var gagnrýndur harðlega fyrir Banksy-verk sem hann fékk að gjöf þegar hann var borgarstjóri árið 2014. Verkið var eftirlíking og hann tók það með sér þegar hann lét af embætti. Í ljós kom að verkið var verðlaust þrátt fyrir háværa umræðu um verðmæti þess og mögulegar skattalegar afleiðingar sem því gætu fylgt. Jón Gnarr ákvað í samráði við eiginkonu sína að farga verkinu að lokum til þess að trufla engan.

Eins og margir muna eftir komu Ronald Reagan, þá forseti Bandaríkjanna, og Mikhaíl Gorbatsjov, fyrrverandi leiðtogi Sovétríkjanna, til Íslands árið 1986 til þess að undirbúa fund leiðtoganna í Washington ári síðar en þar átti að ræða um takmörkun á vígbúnaði og deilu- og mannréttindamál. Fundurinn er oft sagður hafa verið upphafið að endalokum Sovétríkjanna.

Kjósa
12
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • LBE
    Lára Brynhildur Eiríksdóttir skrifaði
    Það er ekki það sama Jón Gnarr eða Davíð Oddsson, hjá hægrinu "blessuðu.
    1
  • TM
    Tómas Maríuson skrifaði
    Óumdeilt virðist vera að teketillinn er gjöf frá Gorbatsjov. Og verðmæti hans er 1.5 millj. sem sannaðist með sölu hans.
    Nú er spurningin: má opinber embættismaður, í þessu tilviki borgarstjórinn taka á móti persónulegum gjöfum af slíku verðgildi? Eða mátti hann það 1986?
    1
  • JE
    Jóhann Einarsson skrifaði
    Hver á opinbera kerfið ? Annars er þetta allveg í anda pilsfaldakapítalismans, að hægrinu er haldið gangandi með hinum ismanum.
    2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Sendu skip til Grænlands
1
Erlent

Sendu skip til Græn­lands

Hinn 10. apríl 1940, dag­inn eft­ir að Þjóð­verj­ar her­námu Dan­mörku, sendi banda­ríska strand­gæsl­an skip til Græn­lands. Um borð voru James K. Pen­field, ný­út­nefnd­ur ræð­is­mað­ur, og full­trúi Rauða kross­ins. Síð­ar það sama ár hreyfði var­aut­an­rík­is­ráð­herra Banda­ríkj­anna hug­mynd­inni um banda­rísk­ar her­stöðv­ar í land­inu. Áhugi Banda­ríkja­manna á Græn­landi er sem sé ekki nýr af nál­inni.
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
3
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Indriði Þorláksson
4
Aðsent

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld­in og lands­byggð­in

Eng­in vit­ræn rök eru fyr­ir því að hækk­un veiði­gjalds­ins leiði til þess­ara ham­fara, skrif­ar Indriði Þor­láks­son um mál­flutn­ing Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi vegna fyr­ir­hug­aðr­ar breyt­ing­ar á út­reikn­ingi veiði­gjalda. „Að sumu leyti minn­ir þessi púka­blíst­ur­her­ferð á ástand­ið vest­an­hafs þar sem fals­upp­lýs­ing­um er dreift til að kæfa vit­ræna um­ræðu,“ skrif­ar hann.
„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
5
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
5
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár