Engar reglur um sovéska samóvarinn

Dav­íð Odds­son virð­ist hafa mátt ráð­stafa fal­leg­um sov­ésk­um samóvar eins og hon­um sýnd­ist. Teketill­inn var gjöf frá fyrr­ver­andi leið­toga Sov­ét­ríkj­anna og var seld­ur á upp­boði til styrkt­ar ung­um Sjálf­stæð­is­mönn­um fyrr á ár­inu.

Engar reglur um sovéska samóvarinn
Gjöf Davíðs til fjársöfnunar SUS Hér má sjá hinn glæsilega sovéska samóvar sem var svo seldur á eina og hálfa milljón.

Engin gögn hafa fundist hjá skjalasafni Ráðhúss Reykjavíkur, Borgarskjalasafni né Listasafni Reykjavíkur um sovéska samóvarinn sem var seldur á uppboði til styrktar Sambandi ungra Sjálfstæðismanna. Þetta kemur fram í svörum frá Reykjavíkurborg.

Samóvarinn, sem er rússneskur teketill, var gjöf frá Mikhaíl Gorbatsjov, fyrrverandi leiðtoga Sovétríkjanna. Teketillinn var gefinn Davíð Oddssyni, þáverandi borgarstjóra Reykjavíkur, eftir fund Gorbatsjov og Ronalds Reagan, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, í Höfða árið 1986.

Leiðtogar fundaFundurinn í Höfða er rækilega skráður í sögubækurnar. Nú er heppinn safnari með forlátan teketil frá fundinum í sínum fórum.

Davíð gaf svo teketilinn til fjársöfnunar SUS þar sem hann seldist á eina og hálfa milljón. Ekki er vitað hver kaupandinn er.

Borgin átti ekki Samóvarinn

„Engin gögn finnast sem með einhverjum hætti staðfesta eða benda til eignarheimildar Reykjavíkurborgar á umræddum hlut. Þá liggja heldur engin gögn fyrir sem benda til þess að hann hafi einhvern tímann verið í vörslu Reykjavíkurborgar,“ segir í svari borgarinnar, spurð hvort samóvarinn hafi á einhverjum tímapunkti verið skráður sem einhvers konar eign borgarinnar. Það er því ljóst að fyrrverandi borgarstjóra var heimilt að ráðstafa sovéska tekatlinum með þeim hætti sem var gert, þó að mögulega sé um sögulegar minjar að ræða.

Engar reglur

Þá hefur ekkert verið rætt um málið innan borgarkerfisins og stendur ekki til að svo stöddu. Þá eru engar skráðar reglur í gildi hjá Reykjavíkurborg um gjafir til borgarstjóra. Þó hefur Reykjavíkurborg fengið ýmsar gjafir í gegnum tíðina, svo sem jólatré, málverk og fleira, sem hafa fengið afgreiðslu innan stjórnsýslu Reykjavíkurborgar og þá tekið fyrir hvort borgin eigi að þiggja gjöfina eða ekki. „Borgarstjóri hefur einnig fengið ýmsar gjafir og er það í höndum móttökufulltrúa Reykjavíkurborgar að skrá þær og varðveita. Ef um listaverk er að ræða eftir tiltekinn listamann fer afgreiðsla fram í aðfanganefnd/innkaupanefnd Listasafns Reykjavíkur“, segir svo í svari borgarinnar.

Fargaði Banksy

Sala SUS á tekatlinum vakti spurningar á samfélagsmiðlum og hvort borgarstjóra sé stætt á að halda slíkum gjöfum.  

Jón Gnarr, þingmaður og fyrrverandi borgarstjóri, var gagnrýndur harðlega fyrir Banksy-verk sem hann fékk að gjöf þegar hann var borgarstjóri árið 2014. Verkið var eftirlíking og hann tók það með sér þegar hann lét af embætti. Í ljós kom að verkið var verðlaust þrátt fyrir háværa umræðu um verðmæti þess og mögulegar skattalegar afleiðingar sem því gætu fylgt. Jón Gnarr ákvað í samráði við eiginkonu sína að farga verkinu að lokum til þess að trufla engan.

Eins og margir muna eftir komu Ronald Reagan, þá forseti Bandaríkjanna, og Mikhaíl Gorbatsjov, fyrrverandi leiðtogi Sovétríkjanna, til Íslands árið 1986 til þess að undirbúa fund leiðtoganna í Washington ári síðar en þar átti að ræða um takmörkun á vígbúnaði og deilu- og mannréttindamál. Fundurinn er oft sagður hafa verið upphafið að endalokum Sovétríkjanna.

Kjósa
13
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Finnbogi Tórshamar skrifaði
    Eins lengi og Borgastjóri og maki séu ekki með óskalista yfir hvaða gjafir þau fá við það minnsta að hittast, eins og Bibi og Sara hafa gerst sek um í Ísrael. Hvernig Sara talar um það, þá finnst henni ekkert að því að það kosti að hitta þau og að allir geri það. Þessi herferð af hálfu XD í garð Gnarr, var bara kjánaleg og sýnir hvernig heimurinn virkar hjá einhverjum í Valhöll.
    1
  • LBE
    Lára Brynhildur Eiríksdóttir skrifaði
    Það er ekki það sama Jón Gnarr eða Davíð Oddsson, hjá hægrinu "blessuðu.
    1
  • TM
    Tómas Maríuson skrifaði
    Óumdeilt virðist vera að teketillinn er gjöf frá Gorbatsjov. Og verðmæti hans er 1.5 millj. sem sannaðist með sölu hans.
    Nú er spurningin: má opinber embættismaður, í þessu tilviki borgarstjórinn taka á móti persónulegum gjöfum af slíku verðgildi? Eða mátti hann það 1986?
    2
  • JE
    Jóhann Einarsson skrifaði
    Hver á opinbera kerfið ? Annars er þetta allveg í anda pilsfaldakapítalismans, að hægrinu er haldið gangandi með hinum ismanum.
    3
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
2
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
6
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu