Hún kom hingað til lands með níu ára gömlum syni sínum, heimavinnandi húsmóðir frá Minnesota, sem hefur mánuðum saman undirbúið sig fyrir þátttöku í Masterchef. Sá draumur er nú á enda. Þar sem Bandaríkin eru á lista yfir örugg upprunaríki þá var umsókn hennar um alþjóðlega vernd hér á landi synjað. Í Bandaríkjunum er hún engu að síður sannfærð um að líf hennar og velferð sé í hættu. Á síðustu 100 dögum hefur hatur vaxið hratt gagnvart konum eins og henni, samhliða aðgerðum stjórnvalda.
Alexandra kom hingað með níu ára gamlan son sinn á flótta undan vaxandi andúð og aðgerðum gegn trans fólki í Bandaríkjunum. Hún er búsett í Minnesota, á litlum bláum bletti í rauðu ríki. Í næsta nágrenni við hana bjó trans maður sem hvarf fyrr í vetur. Nú hafa sjö menn verið ákærðir fyrir að frelsissvipta hann í mánuð, pynta hann og leiða til dauða. Lýsingarnar eru …
Athugasemdir