Anna María Jónsdóttir er sérfræðingur í almennum geðlækningum og með undirsérgrein í barna- og unglingageðlækningum. Hún bendir á að rannsóknir á taugavísindum hafa leitt mönnum fyrir sjónir mikilvægi áhrifa umhverfis á heilsufar og þroska heilans og segir forvarnir afar mikilvægar. Einn mikilvægasti umhverfisþátturinn er samskipti við umönnunaraðila og tengslamyndun í frumbernsku sem getur haft áhrif á tilfinningalega, andlegaoog líkamlega heilsu fram á fullorðinsár. Anna María starfar í Grænuhlíð sem er fjölskyldumiðuð geðheilbrigðisþjónusta með þverfaglegri áfalla- og tengslamiðaðri nálgun fyrir börn og ungmenni til 25 ára aldurs og fjölskyldur þeirra.
„Það má segja að strax í námi í læknisfræði hafi áhugi minn vaknað á forvörnum. Í starfi mínu sem læknir hef ég séð að okkar vestræna læknisfræði er gífurlega öflug til að takast á við bráðavandamál og sjúkdóma og að mörgu leyti er allur þunginn þar en ekki á forvarnir eða að finna út hvað við þurfum að gera til þess …
Athugasemdir