Þessi grein birtist fyrir rúmlega 8 mánuðum.

Segist notuð sem leppur í Vorstjörnunni, sem lúti sjóræningjastjórn

Sigrún E. Unn­steins­dótt­ir, stjórn­ar­mað­ur í Vor­stjörn­unni, seg­ir fram­kvæmda­stjórn Sósí­al­ista­flokks­ins fara með raun­veru­lega stjórn fé­lags­ins. Sjálf viti hún ekk­ert hvað fari fram inn­an þess. „Þetta er sjó­ræn­ingja­stjórn,“ seg­ir hún. Vara­formað­ur fram­kvæmda­stjórn­ar flokks­ins seg­ir ekk­ert ann­ar­legt í gangi.

Segist notuð sem leppur í Vorstjörnunni, sem lúti sjóræningjastjórn
Bolholt Vorstjarnan leigir húsnæðið sem Sósíalistaflokkurinn og Samstöðin eru í. Mynd: Bára Huld Beck

„Ég lít bara á það í dag að ég sé leppur. Þetta félag er bara í vasanum á framkvæmdastjórn Sósíalistaflokks Íslands. Við erum þarna tvær skráðar fyrir Vorstjörnunni, við höfum ekki hugmynd um hvað er að gerast þarna og það er enginn sem vill losa okkur undan þessu með formlegum hætti.“

Þetta segir Sigrún E. Unnsteinsdóttir, meðlimur í kosningastjórn Sósíalistaflokks Íslands og stjórnarmaður í Vorstjörnunni, í samtali við Heimildina. Síðarnefnda titilinn virðist Sigrún þó aðeins bera að nafninu til – en hún hefur ekki tekið beinan þátt í starfi Vorstjörnunnar í nokkur ár. Það hefur formaður stjórnar félagsins, Védís Guðjónsdóttir, að sögn Sigrúnar, ekki heldur en þriðji maðurinn í stjórninni, Viggó Jóhannsson, féll frá seint á síðasta ári. 

Síðustu ár hefur Vorstjarnan, segir Sigrún, verið alfarið á vegum framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins, þar sem Gunnar Smári Egilsson er formaður.

Kjósa
14
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Jóhannes Ragnarsson skrifaði
    Er virkilega allt á sömu bókina lært sem þessi Gunnarsmári kemur nálægt? Hvað er eiginlega ða þessum manni?
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
4
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár