Þessi grein birtist fyrir rúmlega 4 mánuðum.

Segist notuð sem leppur í Vorstjörnunni, sem lúti sjóræningjastjórn

Sigrún E. Unn­steins­dótt­ir, stjórn­ar­mað­ur í Vor­stjörn­unni, seg­ir fram­kvæmda­stjórn Sósí­al­ista­flokks­ins fara með raun­veru­lega stjórn fé­lags­ins. Sjálf viti hún ekk­ert hvað fari fram inn­an þess. „Þetta er sjó­ræn­ingja­stjórn,“ seg­ir hún. Vara­formað­ur fram­kvæmda­stjórn­ar flokks­ins seg­ir ekk­ert ann­ar­legt í gangi.

Segist notuð sem leppur í Vorstjörnunni, sem lúti sjóræningjastjórn
Bolholt Vorstjarnan leigir húsnæðið sem Sósíalistaflokkurinn og Samstöðin eru í. Mynd: Bára Huld Beck

„Ég lít bara á það í dag að ég sé leppur. Þetta félag er bara í vasanum á framkvæmdastjórn Sósíalistaflokks Íslands. Við erum þarna tvær skráðar fyrir Vorstjörnunni, við höfum ekki hugmynd um hvað er að gerast þarna og það er enginn sem vill losa okkur undan þessu með formlegum hætti.“

Þetta segir Sigrún E. Unnsteinsdóttir, meðlimur í kosningastjórn Sósíalistaflokks Íslands og stjórnarmaður í Vorstjörnunni, í samtali við Heimildina. Síðarnefnda titilinn virðist Sigrún þó aðeins bera að nafninu til – en hún hefur ekki tekið beinan þátt í starfi Vorstjörnunnar í nokkur ár. Það hefur formaður stjórnar félagsins, Védís Guðjónsdóttir, að sögn Sigrúnar, ekki heldur en þriðji maðurinn í stjórninni, Viggó Jóhannsson, féll frá seint á síðasta ári. 

Síðustu ár hefur Vorstjarnan, segir Sigrún, verið alfarið á vegum framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins, þar sem Gunnar Smári Egilsson er formaður.

Kjósa
14
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Jóhannes Ragnarsson skrifaði
    Er virkilega allt á sömu bókina lært sem þessi Gunnarsmári kemur nálægt? Hvað er eiginlega ða þessum manni?
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Við munum þurrka þá út“
6
ErlentÁrásir á Gaza

„Við mun­um þurrka þá út“

Þrátt fyr­ir aukna and­stöðu við stríð­ið hafa al­menn­ir borg­ar­ar í Ísra­el litla sam­úð með Palestínu­mönn­um á Gaza. Þar hef­ur ísra­elski her­inn hef­ur auk­ið þunga í hern­að­ar­að­gerð­um í vik­unni. Ætl­un­in er að „klára verk­ið og full­komna ósig­ur Ham­as,“ sagði Benjam­in Net­anya­hu. Blaða­menn voru drepn­ir í vik­unni, börn svelta og al­þjóð­leg hjálp­ar­sam­tök senda frá sér sam­eig­in­legt ákall gegn nýrri lög­gjöf.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár