Konur til valda: „Allar hömlur eru að bresta“

For­seti, for­sæt­is­ráð­herra, ut­an­rík­is­ráð­herra, dóms­mála­ráð­herra, fé­lags- og hús­næð­is­mála­ráð­herra, at­vinnu­vega­ráð­herra, heil­brigð­is­ráð­herra, for­seti Al­þing­is, um­boðs­mað­ur Al­þing­is, borg­ar­stjóri, bisk­up, rektor, rík­is­lög­mað­ur, rík­is­sak­sókn­ari, rík­is­lög­reglu­stjóri, lög­reglu­stjór­inn á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, land­lækn­ir og um­boðs­mað­ur barna: Kvenna­ár­ið 2025 urðu þau sögu­legu tíð­indi að all­ar þess­ar stöð­ur eru skip­að­ar kon­um.

Konur til valda: „Allar hömlur eru að bresta“
Tóku tökuna í eigin hendur Forsetinn lýsti því yfir að þetta væri dagurinn sem forsætisráðherra lærði að taka sjálfu. Með þeim eru biskup og borgarstjóri. Mynd: Golli

Konur mynda meirihluta ríkisstjórnarinnar, með sex ráðherrastóla af ellefu. Og af sex flokkum sem eiga fulltrúa á Alþingi eru fjórir þeirra leiddir af konum, þeirra á meðal ríkisstjórnarflokkarnir þrír. Meira að segja formaður Sjálfstæðisflokksins er kona. Eftir standa aðeins tveir karlkyns formenn stjórnmálaflokka sem eiga fulltrúa á Alþingi. 

Á vettvangi borgarinnar blasir sama mynd við. Þar voru konur oddvitar allra fimm flokkanna sem mynda meirihluta. Og í raun allra flokka sem eiga fulltrúa í borgarstjórn fyrir utan Framsóknarflokkinn. 

Í því ljósi kemur ekki á óvart að borgarstjóri, formaður borgarráðs og forseti borgarstjórnar séu konur. Það á einnig við um formenn velferðarráðs, umhverfis- og skipulagsráðs, skóla- og frístundaráðs, mannréttinda- og lýðræðisráðs, innkaupa- og framkvæmdaráðs sem og almannavarnanefndar. Aðeins menningar-, íþrótta- og tómstundaráði er stýrt af karlmanni. „Allar hömlur eru að bresta,“ segir Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis. 

Aðgengi kvenna að menntun 

Í rektorskosningum í síðustu viku var kona kjörin rektor Háskóla Íslands, …

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Konur til valda

Women in Power: “The Barriers are Breaking Down”
ÚttektKonur til valda

Women in Power: “The Barriers are Break­ing Down”

The Presi­dent, Prime Mini­ster, For­eign Mini­ster, Mini­ster of Justice, Mini­ster of Social Affairs and Hous­ing, Mini­ster of Indus­try, Mini­ster of Health, Spea­ker of Al­þingi, Parlia­ment­ary Ombudsm­an, Mayor of Reykja­vík, Bis­hop, Rector, Attorney Gener­al, Director of Pu­blic Prosecuti­ons, Nati­onal Comm­issi­oner of the Icelandic Police, Police Comm­issi­oner in the Capital Reg­i­on, Director of Health and Ombudsm­an for Children: In the Ye­ar of Women 2025, it became historic news that all these positi­ons are held by women.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár