Konur mynda meirihluta ríkisstjórnarinnar, með sex ráðherrastóla af ellefu. Og af sex flokkum sem eiga fulltrúa á Alþingi eru fjórir þeirra leiddir af konum, þeirra á meðal ríkisstjórnarflokkarnir þrír. Meira að segja formaður Sjálfstæðisflokksins er kona. Eftir standa aðeins tveir karlkyns formenn stjórnmálaflokka sem eiga fulltrúa á Alþingi.
Á vettvangi borgarinnar blasir sama mynd við. Þar voru konur oddvitar allra fimm flokkanna sem mynda meirihluta. Og í raun allra flokka sem eiga fulltrúa í borgarstjórn fyrir utan Framsóknarflokkinn.
Í því ljósi kemur ekki á óvart að borgarstjóri, formaður borgarráðs og forseti borgarstjórnar séu konur. Það á einnig við um formenn velferðarráðs, umhverfis- og skipulagsráðs, skóla- og frístundaráðs, mannréttinda- og lýðræðisráðs, innkaupa- og framkvæmdaráðs sem og almannavarnanefndar. Aðeins menningar-, íþrótta- og tómstundaráði er stýrt af karlmanni. „Allar hömlur eru að bresta,“ segir Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis.
Aðgengi kvenna að menntun
Í rektorskosningum í síðustu viku var kona kjörin rektor Háskóla Íslands, …
Athugasemdir