Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, segir að þó að jafnrétti kynjanna á Íslandi sé og hafi um langt skeið verið með því mesta í heiminum verði fjöldi kvenna hér fyrir kynbundnu ofbeldi og öðru órétti vegna síns kyns líkt og í öðrum löndum. „Við erum, þrátt fyrir að eiga í raun heimsmet í fjölda kvenna í lykilstöðum þá sérstaklega á stjórnmálasviðinu, það er aðeins annað upp á teningnum í einkageiranum og fjármálageiranum svo það sé nú nefnt, þá erum við samt ekkert betri en aðrir í hvað kynbundið ofbeldi er mikið vandamál hér líka. Þannig að þrátt fyrir að þetta sé okkar staða þá er kynbundið ofbeldi yfir höfuð, allt frá áreiti á vinnustað til heimilisofbeldis til kynferðisofbeldis og jafnvel netofbeldis, netníðs, alveg jafnslæmt hjá okkur og öðrum þannig að við getum ekki hallað okkur aftur og sagt að við séum búin að vinna þetta vígi líka.“
Halla telur of snemmt …
Sjálfur átti ég von á amk jafnrétti hjá Valkyrjunum og Heiðu og Samstarfskonunum í borgarstjórn. En 38 aðgerðir fyrir konur og ein fyrir karla, 38/1, í kynjajafnréttisáætlun ríkisstjórnarinnar, og 13 konur á móti einum karli í pólitískum embættum í RVK í trássi við mannréttindastefnu RVK og þversköllun borgarstjóra við að lagfæra lofa ekki góðu.
Enginn er óbarinn biskup segir einhvers staðar. Ekki til sú fullorðin manneskja sem ekki hefur orðið fyrir einhverju ofbeldi. Kynferðislegt ofbeldi virðist þó algengara gagnvart konum, kannski vegna styrks, en sennilega myndu flestir telja konur og stúlkur beita tíðara andlegu ofbeldi, og það getur lika varðað kynferðismál. Viðstaddir bregðast ekki eða síður við ef kona áreitir karl kynferðislega s.s. á skemmtistað skv. lýsingum.
En það skapar vissan aukinn vanda að búa til skilgreininguna kynbundið ofbeldi OG setja undir það fjölmargt ofbeldi sem áður kallaðist einfaldlega ofbeldi. Makar fremja heimilisofbeldi gagnvart hvort öðru. Ofbeldi í lesbískum samböndum ku algengt og skilnaðir meðal þeirra miklu algengarri en gagnkynhneigðra para, en minnstir hjá hommum.
Vandinn sem skapast við slíka skilgreiningu ofbeldis virðist vera að úrlausnir verða kynbundnar. Áhersla á eitt kyn þolenda og eitt kyn gerenda. Á meðan sömu úrlausnir geta hentað öllum óháð kyni.
Sem betur fer hefur sumt ofbeldi minnkað á Íslandi. Gætum því að að mismuna ekki úrlausnum eftir kyni. Dómsmála-, mannréttinda- og jafnréttisráðherra mætti því sannarlega taka á þeim mismun sem karlar verða fyrir í stjórnsýslunni og dómskerfinu sem Helga Vala lögmaður hefur lýst og sem HÞG tók saman í Vísis-greininni "Lögbrot íslenskrar stjórnsýslu og dómsstóla".