Ásthildur Lóa í leyfi frá þingstörfum

Vara­mað­ur hef­ur ver­ið kall­að­ur inn á Al­þingi til að taka sæti Ásthild­ar Lóu Þórs­dótt­ur sem sagði ný­ver­ið af sér embætti barna­mála­ráð­herra. Þetta var til­kynnt í upp­hafi þing­fund­ar í dag.

Ásthildur Lóa í leyfi frá þingstörfum

Ásthildur Lóa Þórsdóttir, sem sagði af sér embætti mennta- og barnamálaráðherra fyrir helgi, mun „ekki geta sinnt þingstörfum á næstunni.“ Þetta kom fram í máli forseta þingsins, Þórunnar Sveinbjarnardóttur, við setningu þingfundar í dag. Sæti Ásthildar

tekur fyrsti varamaður á lista Flokks fólksins í Suðurkjördæmi, Elín Íris Fanndal. 

Ásthild­ur Lóa til­kynnti um af­sögn sína sem barna­mála­ráð­herra á fimmtudag, eft­ir að RÚV greindi frá því að hún eign­að­ist barn með 16 ára dreng þeg­ar hún var sjálf 23 ára. 

Guðmundir Ingi ræddi við fjölmiðla að loknum ríkisráðsfundi í gær þar sem hann tók við embætti af Ásthildi Lóu.

Guðmundur Ingi Kristinsson tók formlega við embætti sem mennta- og barnamálaráðherra á ríkisráðsfundi á Besstastöðum í gær, sunnudag, eftir afsögn Ásthildar Lóu. Hún mætti á Bessastaði í gær, en formlega var hún enn ráðherra þar til á ríkisráðsfundinum, en ræddi ekki við fjölmiðla og fór bakdyramegin.

Á þingfundinum í dag var einnig tilkynnt um breytingar af hálfu Flokks fólksins í nefndum. Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir tekur sæti sem aðalmaður í velferðarnefnd í stað Guðmundar Inga, og Sigurjón Þórðarson tekur sæti hans sem aðalmaður í Íslandsdeild Norðurlandaráðs.

Kjósa
14
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • MS
    Michael Schulz skrifaði
    Is is about a vendetta or what? If it were about leadership and principle I would immediately reinstate Ásthildur to he ministerial post!
    0
  • Sveinn Ingólfsson skrifaði
    Eg er að velta fyrir mér þeirri illgirni sem margir stjórnarandstæðinga sýna í garð þessarra konu, Ásthildi Lóu. Ég er undrandi á að svona mikið af þannig fólki sé í þessum flokkum, aðallega í Sjálftökuflokknum og Miðflokknum. Ég er hræddur um að þessir flokkar muni tapa fylgi á þessum hamagangi. Mér sýnist Ásthildi hafa allt til að verða góður ráðherra í sínum ráðuneyti og jafnvel meira en margir aðrir fyrrverandi ráðherra. Það sem skeði fyrir 36 árum hefur engin áhrif á hennar getu til að vera ráðherra. Er ekki aðalmálið að hafa getum og vilja til að sinna starfi sínum vel en ekki eitthvað sem skeði fyrir löngu síðan ? Verið að að reyna að nýta þetta til að koma höggi á nýju stjórnina. Það eina rétta fyrir stjórnarliðið er að standa með með sínum félaga og ekki láta stjórnarandstæðinga vaða yfir sig sem mér virðist vera í gangi núna.
    5
    • Hildigunnur Svínafell skrifaði
      Sammála Sveinn Ingólfsson Er með ÓL'YKINDUM,, hvernig brugðist var við,ráðist á konuna úr öllum áttum..Af hverju mátti þetta ekki vera að Ásthildur Lóa Þórsd.hefði eignast dreng fyrir 35 árum síðan Er ekki máltækjið eitthvað svona;´´Oft má satt,kyrrt liggja..´´Ásthildur Lóa Þórsdóttir á fjölskyldu börn og eflaust barnabörn,,Aðgát skal hafa í nærveru sálar...Það tekur marga mánuði ef ekki ár að komast út úr þessu...Er ekki að spá ílla fyrir konunni Þekki svona Tilfinningar..að eigin raun..
      0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
2
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
3
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
5
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.
Sendu skip til Grænlands
6
Erlent

Sendu skip til Græn­lands

Hinn 10. apríl 1940, dag­inn eft­ir að Þjóð­verj­ar her­námu Dan­mörku, sendi banda­ríska strand­gæsl­an skip til Græn­lands. Um borð voru James K. Pen­field, ný­út­nefnd­ur ræð­is­mað­ur, og full­trúi Rauða kross­ins. Síð­ar það sama ár hreyfði var­aut­an­rík­is­ráð­herra Banda­ríkj­anna hug­mynd­inni um banda­rísk­ar her­stöðv­ar í land­inu. Áhugi Banda­ríkja­manna á Græn­landi er sem sé ekki nýr af nál­inni.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár