Þessi grein birtist fyrir rúmlega 3 mánuðum.

Ásthildur Lóa í leyfi frá þingstörfum

Vara­mað­ur hef­ur ver­ið kall­að­ur inn á Al­þingi til að taka sæti Ásthild­ar Lóu Þórs­dótt­ur sem sagði ný­ver­ið af sér embætti barna­mála­ráð­herra. Þetta var til­kynnt í upp­hafi þing­fund­ar í dag.

Ásthildur Lóa í leyfi frá þingstörfum

Ásthildur Lóa Þórsdóttir, sem sagði af sér embætti mennta- og barnamálaráðherra fyrir helgi, mun „ekki geta sinnt þingstörfum á næstunni.“ Þetta kom fram í máli forseta þingsins, Þórunnar Sveinbjarnardóttur, við setningu þingfundar í dag. Sæti Ásthildar

tekur fyrsti varamaður á lista Flokks fólksins í Suðurkjördæmi, Elín Íris Fanndal. 

Ásthild­ur Lóa til­kynnti um af­sögn sína sem barna­mála­ráð­herra á fimmtudag, eft­ir að RÚV greindi frá því að hún eign­að­ist barn með 16 ára dreng þeg­ar hún var sjálf 23 ára. 

Guðmundir Ingi ræddi við fjölmiðla að loknum ríkisráðsfundi í gær þar sem hann tók við embætti af Ásthildi Lóu.

Guðmundur Ingi Kristinsson tók formlega við embætti sem mennta- og barnamálaráðherra á ríkisráðsfundi á Besstastöðum í gær, sunnudag, eftir afsögn Ásthildar Lóu. Hún mætti á Bessastaði í gær, en formlega var hún enn ráðherra þar til á ríkisráðsfundinum, en ræddi ekki við fjölmiðla og fór bakdyramegin.

Á þingfundinum í dag var einnig tilkynnt um breytingar af hálfu Flokks fólksins í nefndum. Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir tekur sæti sem aðalmaður í velferðarnefnd í stað Guðmundar Inga, og Sigurjón Þórðarson tekur sæti hans sem aðalmaður í Íslandsdeild Norðurlandaráðs.

Kjósa
14
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • MS
    Michael Schulz skrifaði
    Is is about a vendetta or what? If it were about leadership and principle I would immediately reinstate Ásthildur to he ministerial post!
    0
  • Sveinn Ingólfsson skrifaði
    Eg er að velta fyrir mér þeirri illgirni sem margir stjórnarandstæðinga sýna í garð þessarra konu, Ásthildi Lóu. Ég er undrandi á að svona mikið af þannig fólki sé í þessum flokkum, aðallega í Sjálftökuflokknum og Miðflokknum. Ég er hræddur um að þessir flokkar muni tapa fylgi á þessum hamagangi. Mér sýnist Ásthildi hafa allt til að verða góður ráðherra í sínum ráðuneyti og jafnvel meira en margir aðrir fyrrverandi ráðherra. Það sem skeði fyrir 36 árum hefur engin áhrif á hennar getu til að vera ráðherra. Er ekki aðalmálið að hafa getum og vilja til að sinna starfi sínum vel en ekki eitthvað sem skeði fyrir löngu síðan ? Verið að að reyna að nýta þetta til að koma höggi á nýju stjórnina. Það eina rétta fyrir stjórnarliðið er að standa með með sínum félaga og ekki láta stjórnarandstæðinga vaða yfir sig sem mér virðist vera í gangi núna.
    6
    • Hildigunnur Svínafell skrifaði
      Sammála Sveinn Ingólfsson Er með ÓL'YKINDUM,, hvernig brugðist var við,ráðist á konuna úr öllum áttum..Af hverju mátti þetta ekki vera að Ásthildur Lóa Þórsd.hefði eignast dreng fyrir 35 árum síðan Er ekki máltækjið eitthvað svona;´´Oft má satt,kyrrt liggja..´´Ásthildur Lóa Þórsdóttir á fjölskyldu börn og eflaust barnabörn,,Aðgát skal hafa í nærveru sálar...Það tekur marga mánuði ef ekki ár að komast út úr þessu...Er ekki að spá ílla fyrir konunni Þekki svona Tilfinningar..að eigin raun..
      1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Indriði Þorláksson
3
Pistill

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld, hagn­að­ur og raun­veru­leg af­koma

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa mót­mælt hækk­un veiði­gjalda með röng­um for­send­um og áróðri. Al­menn­ing­ur styð­ur hins veg­ar að hlut­ur þjóð­ar­inn­ar í arði af fisk­veiðiauð­lind­inni verði auk­inn. Reikn­uð auð­lindar­enta end­ur­spegl­ar raun­veru­lega af­komu bet­ur en bók­halds­leg­ur hagn­að­ur, sem get­ur ver­ið skekkt­ur með reikn­ings­færsl­um og eigna­tengsl­um.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
6
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár