Endurreisn eitraðrar karlmennsku

„Mann­hvel­ið“ og upp­gang­ur hægri öfga­stefnu ganga hönd í hönd og breyta heim­in­um í gegn­um einn dreng í einu.

Endurreisn eitraðrar karlmennsku
Úr Adolescence á Netflix Þrettán ára piltur er handtekinn fyrir morð á skólasystur sinni. Mynd: Netflix

Sérfræðingar segja að eitruð karlmennska sem áhrifavaldar selja verði sífellt meira áberandi, studd af endurkomu hægri öfgastefnu og heiftarlegri andstöðu gegn femínisma.

Í mars var 26 ára gamall maður dæmdur í fangelsi í Bretlandi fyrir að myrða fyrrverandi kærustu sína, systur hennar og móður með lásboga og hníf árið 2024.

Í réttarhöldunum yfir Kyle Clifford kom fram að hann hefði horft á myndbönd eftir sjálfskipaðan kvenhatara og áhrifavald, Andrew Tate, aðeins nokkrum klukkustundum áður en hann framdi þessi hræðilegu morð.

Tate hefur yfir 10 milljónir fylgjenda á X og er vinsæll meðal ungra karlmanna á þeim vettvangi, þar sem hann deilir ofbeldisfullri sýn sinni á karlmennsku.

Þó að Tate hafi verið bannaður á Instagram og TikTok vegna kvenhaturs, var reikningur hans á samfélagsmiðlinum Twitter, síðar X, endurvakinn af Elon Musk þegar milljarðamæringurinn keypti miðilinn árið 2022.

Nú hefur þessi breski-bandaríski leiðtogi karlahreyfingar á netinu yfirgefið Rúmeníu og farið til Bandaríkjanna ásamt bróður sínum Tristan, þrátt fyrir að þeir standi frammi fyrir ákærum um nauðgun og mansal í Búkarest.

Bræðurnir tveir, sem eru opinskáir stuðningsmenn Donalds Trump Bandaríkjaforseta, eru nú í Flórída, þar sem sakamálarannsókn hefur verið hafin gegn þeim.

Að sögn Jacobs Johanssen, dósents í samskiptafræðum við St Mary's háskólann í London, hefur „kvenhatur, nauðgunarmenning og ofbeldi gegn konum og stúlkum verið normalíserað“.

Uppgangur svonefnds „mannhvels“ eða „manosphere“ - sem samanstendur af spjallsvæðum og samfélögum sem stuðla að karllægni og kvenhatri - er „með órofa tengsl við vöxt hægri-popúlisma í mörgum hlutum heimsins“, sagði Johanssen við AFP.

Kjósa
44
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • IS
    Ingimundur Stefánsson skrifaði
    "Úttekt" ritstjórnar Heimildar er bara útdráttur, samantekt og þýðing úr erlendum miðlum. Engin úttekt per se. Heimildin þarf að gera amk álíka, en helst betri úttekt á endurreisn eitraðrar kvenmennsku sem gætt hefur síðasta rúma áratuginn eða svo, sbr. t.d. Feministaskjölin.

    Ennfremur þarf Heimildin að fjalla um hvernig borgarstjóri Heiða Björg og "samstarfshópurinn" í borgarstjórn ganga gegn anda mannréttindastefnu Reykjavikurborgar sem segir í grein
    "2.1 Reykjavíkurborg sem stjórnvald
    Við skipan í nefndir, stjórnir og ráð skal hafa að markmiði að hlutföll kynjanna séu sem
    jöfnust og ekki minna en 40% þegar um fleiri en þrjá fulltrúa er að ræða, samanber 15.
    grein jafnréttislaga. Jafnræði kvenna og karla skal einnig haft að leiðarljósi þegar valdir
    eru fulltrúar í vinnuhópa til að undirbúa stefnumótun og meiriháttar ákvarðanir."
    1 karlmaður stýrir 1 nefnd af 10, alls 1 pólitísku embætti af 13.

    Heiða svaraði gagnrýni á þetta þannig að "íbúar kjósa kjörna fulltrúa og í fyrsta sinn eru konur í meirihluta."
    Er þetta það sem kallast jafnrétti kvenna?
    -6
    • KEP
      Kolbrún Erna Pétursdóttir skrifaði
      Þú hefur ekkert kvartað eða séð eitthvað athugarvert við undanfarin c.a 200 ár þar sem meirihluti stjórnmálamanna og stjórnenda hafa verið karlmenn?
      2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Ásthildur Lóa svarar fyrir samband við unglingspilt: „Hann sótti mjög í mig“
4
FréttirAfsögn Ásthildar

Ásthild­ur Lóa svar­ar fyr­ir sam­band við ung­lings­pilt: „Hann sótti mjög í mig“

Ásthild­ur Lóa Þórs­dótt­ir til­kynnti um af­sögn sína sem barna­mála­ráð­herra í kvöld, eft­ir að RÚV greindi frá því að hún eign­að­ist barn með 16 ára dreng þeg­ar hún var sjálf 23 ára. Í við­tali við Vísi seg­ir hún það ósann­gjarnt, tal­ar um dreng­inn sem „mann“ og lýs­ir því sem svo að hann hafi ver­ið svo að­gangs­harð­ur að hún hafi ekki ráð­ið við að­stæð­ur.
Ásthildur Lóa lýsir barnungum barnsföður sínum sem eltihrelli
6
FréttirAfsögn Ásthildar

Ásthild­ur Lóa lýs­ir barn­ung­um barns­föð­ur sín­um sem elti­hrelli

Ásthild­ur Lóa Þórs­dótt­ir, sem í gær sagði af sér sem barna­mála­ráð­herra, seg­ir að pilt­ur­inn sem hún átti í sam­bandi við þeg­ar hann var fimmtán og sex­tán ára og hún rúm­lega tví­tug, hafi þrýst á og elti hana með þeim hætti að í dag væri það lík­lega kall­að elti­hrell­ing. Sjálf hringdi hún ít­rek­að í kon­una sem reyndi að vekja at­hygli for­sæt­is­ráð­herra á mál­inu og mætti óboð­in heim til henn­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Aðalsteinn Kjartansson
5
Leiðari

Aðalsteinn Kjartansson

Að teygja sig of langt

Á sama tíma og ann­ars stað­ar er reynt að verja fjöl­miðla, vill formað­ur stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar að þing­menn rann­saki þá. Ekki dug­ir þriggja ára rann­sókn lög­regl­unn­ar sem leiddi ekk­ert ann­að í ljós en það að rétt var haft eft­ir þeim sem lýstu sér sem „skæru­liða­deild“ Sam­herja, þeg­ar það tal­aði frjáls­lega um að ná sér nið­ur á þeim sem ljóstr­aði upp um stór­felld­ar mútu­greiðsl­ur út­gerð­ar­inn­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
5
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu