Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

Trump segir að fjölmiðlar séu „ólöglegir“

Banda­ríkja­for­seti hélt ræðu í dóms­mála­ráðu­neyt­inu þar sem hann úr­skurð­aði til­tekna fjöl­miðla ólög­lega fyr­ir að fjalla nei­kvætt um hann.

Trump segir að fjölmiðlar séu „ólöglegir“
Trump í kvöld Hélt ræðu fyrir þeim aðilum innan bandaríska alríkisins sem fara með löggæslu- og dómsmál, þar sem úrskurðaði frjálsa fjölmiðla sem lögbrot. Mynd: AFP

Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði í ræðu sinni í dómsmálaráðuneytinu í kvöld að bandarískir fjölmiðlar sem fjalla gagnrýnið um hann væru „ólöglegir“ og „spilltir“.

Trump sagði að CNN, MSNBC og ótilgreind dagblöð „skrifa bókstaflega 97,6 prósent neikvætt um mig“ og bætti við: „Það verður að stöðva. Þetta hlýtur að vera ólöglegt.“

Í ræðu sinni fyrir saksóknara og fulltrúa lögreglu í dómsmálaráðuneytinu lýsti Trump fjölmiðlunum sem „pólitískum örmum Demókrataflokksins. Og að mínu mati eru þeir í raun spilltir og ólöglegir. Það sem þeir gera er ólöglegt.“

Hann sagði að fjölmiðlarnir væru „að hafa áhrif á dómara“ sem hann sagði að væri í raun að breyta lögum. Aftur kastaði hann rýrð á lögmæti fjölmiðla: Og það getur bara ekki verið löglegt. Ég trúi ekki að það sé löglegt. Og þeir gera þetta í fullkominni samhæfingu hver við annan.“

Trump hefur gert árásir á bandaríska fjölmiðla að miðpunkti skilaboða sinna allt frá því hann var fyrst kjörinn forseti árið 2016.

Í Bandaríkjunum er prentfrelsi og tjáningarfrelsi tryggt í stjórnarskránni, en Trump kallar blaðamenn sem hann samþykkir ekki „óvini þjóðarinnar“ og afurðir þeirra „falsfréttir“.

Frá því að Trump hóf sitt annað kjörtímabil í janúar hefur hann hratt og örugglega þrýst á hefðbundna fjölmiðla eins og The Associated Press en um leið aukið aðgang áður jaðarsettra hægri miðla að Hvíta húsinu.

Kjósa
47
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Einar Hjartarson skrifaði
    US sem þjóð þurfa að fara að hugsa sinn gang með að breita stjórnarskrá svo þeir sitji ekki uppi með svona viðrini sem forseta.
    3
  • Þorkell Egilsson skrifaði
    Trump er með þroska 12 ára barns. Auðvitað fékk hann kosningu. Við fylgjumst með hvithærðum embættismönnum krjúpa fyrir honum og hlæja að grimmdarverkum hans eins og brandara. Stjórnmálamenn eru smákrakkar í huga sínum. Allt þeirra líf snýst um að stjórna og deila. Lygarnar og prettirnir breyta kjósendur engu. Þeir fá kökusneið 🍰 að launum fyrir atkvæði sitt.
    5
  • GK
    Gísli Kristjánsson skrifaði
    Trump hefur svipaða einræðisdrauma og ónefndir fasistar & nasistar síðustu aldar. Þetta er algjör vitfyrring! Það þarf augljóslega að stöðva manninn með einum eða öðrum hætti.
    11
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár