„Það er bara sorglegt að sjá hvernig sveitarfélögin komast upp með að veita og veita ekki þjónustu. Við vitum að fólk er ekki að sækja sér þessa akstursþjónustu bara af því bara – heldur af því að það þarf á henni að halda.“ Þetta segir Alma Ýr Ingólfsdóttir, formaður ÖBÍ réttindasamtaka í samtali við Heimildina.
Tilefni ummæla Ölmu er frumkvæðisathugun sem Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála (GEV) gerði á akstursþjónustu fyrir fatlað fólk og eldra fólk á landsvísu sem birtist á dögunum.
Athugunin leiddi í ljós að meirihluti þeirra einkaaðila sem sinna lögbundinni akstursþjónustu fyrir sveitarfélög voru ekki með nauðsynlegt rekstrarleyfi til þess að veita þjónustuna, en slíkt er óheimilt. Þá eru fjögur sveitarfélög af 62 sem veita ekki akstursþjónustu fyrir fatlað fólk yfirhöfuð, þrátt fyrir að slíkt sé lögbundin skylda.
„Það skortir algjörlega eftirlit með þessari framkvæmd.“

Kemur ekki á óvart
Alma Ýr …
Athugasemdir (1)