Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

Sorglegt hvað sveitarfélögin komist upp með

Alma Ýr Ing­ólfs­dótt­ir, formað­ur ÖBÍ, seg­ir eft­ir­lit skorta með fram­kvæmd akst­urs­þjón­ustu sveit­ar­fé­laga fyr­ir fatl­að fólk og að mik­ið ósam­ræmi sé í þjón­ustu eft­ir stað­setn­ingu. Ný­leg at­hug­un sýn­ir fram á að fjög­ur sveit­ar­fé­lög bjóði ekki upp á akst­ur.

Sorglegt hvað sveitarfélögin komist upp með

„Það er bara sorglegt að sjá hvernig sveitarfélögin komast upp með að veita og veita ekki þjónustu. Við vitum að fólk er ekki að sækja sér þessa akstursþjónustu bara af því bara – heldur af því að það þarf á henni að halda.“ Þetta segir Alma Ýr Ingólfsdóttir, formaður ÖBÍ réttindasamtaka í samtali við Heimildina.

Tilefni ummæla Ölmu er frumkvæðisathugun sem Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála (GEV) gerði á akstursþjónustu fyrir fatlað fólk og eldra fólk á landsvísu sem birtist á dögunum.

Athugunin leiddi í ljós að meirihluti þeirra einkaaðila sem sinna lögbundinni akstursþjónustu fyrir sveitarfélög voru ekki með nauðsynlegt rekstrarleyfi til þess að veita þjónustuna, en slíkt er óheimilt. Þá eru fjögur sveitarfélög af 62 sem veita ekki akstursþjónustu fyrir fatlað fólk yfirhöfuð, þrátt fyrir að slíkt sé lögbundin skylda.

„Það skortir algjörlega eftirlit með þessari framkvæmd.“
Alma Ýr Ingólfsdóttir

Kemur ekki á óvart

Alma Ýr …

Kjósa
13
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • SGIG
    Sigurlaug Guðrún I Gísladóttir skrifaði
    Það er hægt að fara fleiri en eina leið í að bjóða upp á ferðaþjónustu við fatlað fólk. Fókusinn er allt of mikið á bara eina leið sem ekki hugnast öllum sem þurfa á þessari þjónustu að halda. Verandi móðir einstaklinga sem þurfa þessa þjónustu get ég fullyrt að þeir myndu aldrei sætta sig við að vera ekið um í margmerktum bíl sem segir að hér fari fatlaðir um og þeir munu aldrei una því að þurfa tilkynna sig með fyrirvara að þurfa í búðina eða til læknis eða vinnu ef um breytilegan vinnutíma er að ræða. Það er þeirra prívat mál hvað og hvert þeir þurfa að fara. Því þarf að komast upp úr þessum gryfjum að ferðaþjónustua fatlaðs fólks sé bara svona en ekki hinsegin. Húnabyggð hefur framkvæmt þetta fram að þessu með miklum sóma þar sem þjónustan er aðlöguð að einstaklingum og ættu önnur sveitarfélög að taka það sér til fyrirmyndar. Ég ætla allavega að vona að fari ekki að Húnabyggð fari ekki að taka upp einnhverja staðlaða þjónustu í þessum efnum, það væri skref í ranga átt.
    0
  • Thorunn Ravn skrifaði
    Af hverju kemur það ekki fram hvaða sveitarfélög þetta eru sem eru ekki að bjóða upp á þessa þjonustu?
    2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár