„Við klórum okkur í hausnum yfir þessu,“ segir forstjóri Nýsköpunarsjóðsins Kríu (NSK), Hrönn Greipsdóttir, sem starfshópur forsætisráðherra um hagræðingu í ríkisrekstri leggur til að verði lagður niður. Starfshópurinn kynnti sextíu hagræðingartillögur á fundi hópsins í forsætisráðuneytinu á þriðjudag og var markmiðið að hagræða um 71 milljarð á fimm árum. Alls fór hópurinn í gegnum tíu þúsund tillögur á óvenju skömmum tíma, eða á rúmum mánuði.
48 milljarða sparnaður
Þrjár tillögur eru mest afgerandi af þeim sem hafa verið kostnaðarmetnar og samanlagður sparnaður þeirra er rétt undir 70 prósentum af heildarupphæðinni. Það er sparnaður í opinberum innkaupum um 2 prósent, sem á að spara skattgreiðendum 30 milljarða á fimm árum. Átta milljarðar eiga að sparast með fagráði um forgangsröðun í heilbrigðiskerfinu. Og næststærsta sparnaðartillagan er að leggja niður Nýsköpunarsjóðinn Kríu sem á að spara um tíu milljarða á umræddu tímabili.
„Það gagnast augljóslega engum að setja eignir á brunaútsölu
Athugasemdir