Heimurinn hefur breyst — en Ísland ekki

Heim­sókn Zelenskís til Banda­ríkj­anna og fund­ur hans með Trump og Vance mark­aði þátta­skil – heim­ur­inn er breytt­ur.

Það er alveg sama hvort ég tala við félaga mína í Berlín, London, París eða Boston síðustu vikuna, alls staðar er fólk með hugann við hvað gerðist eiginlega í Hvíta húsinu síðasta föstudag. Ljóst er að um atburð var að ræða sem breytir heiminum. Heimsókn Zelenskís til Bandaríkjanna og fundur hans með Trump og Vance markaði þáttaskil – heimurinn er breyttur.

Við fengum að sjá árás tveggja hrotta, eins og Anne Applebaum kallar það í grein í Atlantic fyrir tveimur dögum. Þeir stýra landi sem eitt sinn var talið útvörður hins frjálsa heims – og hefur haldið því hlutverki í krafti síns mikla herstyrks. Eftir fundinn hafa Bandaríkjamenn dregið til baka hernaðaraðstoð til Úkraínu og vilja enn fá samning um aðgang að helmingi auðlinda þjóðarinnar.

Sá sem þeir réðust á er leikari sem lenti í því að verða forseti lands síns og lenti síðan í því að ráðist var inn …

Kjósa
61
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár