Ég var rétt nýbúinn að kveðja mömmu þar sem hún lá mjög veik á Miðjunni á bráðamóttökunni þegar læknir á vegum þvagfæraskurðlækna bað mig að ræða við sig. Læknirinn sagði að mamma væri skráð í þeirra kerfum á fullri meðferð að endurlífgun og ef henni myndi versna vildi læknirinn vita hvaða afstöðu mamma hefði um öndunarvélastuðning eða gjörgæslumeðferð.
Mér brá við að heyra þessar spurningar og kannski var það vegna þess að spurningarnar gerðu það svo raunverulegt hversu alvarlega veik mamma væri.
Sem betur fer var mamma búin að eiga þetta samtal við mig og hennar vilji er sá að hún vilji ekki vera endurlífguð, ekki fara í öndunarvél og ekki leggjast inn á gjörgæslu. Hún sé tilbúin að deyja þegar að því kemur – hún sé orðin gömul og kveðji þetta líf sátt. Og hún hefur margoft sagt að við eigum ekki að syrgja hana því hún hafi átt …
Athugasemdir (2)