Gunnhildur Gunnarsdóttir, barnasálfræðingur og tveggja barna móðir, tilheyrir ört stækkandi hópi foreldra sem hófu störf á leikskóla til að tryggja barni sínu leikskólapláss. „Það kom mér á óvart hvað þetta var ógeðslega erfitt þó ég hafi alveg gert ráð fyrir því fyrir fram. Þetta var ótrúlega krefjandi, líka sérstaklega af því að ég var í öðru starfi samhliða.“
Gunnhildur hefur starfað sem barnasálfræðingur í átta ár og er í sambúð með Atla Þorvaldssyni, flugmanni og flugkennara. Þau eru búsett í Laugardalnum og eiga tvö börn, Urði, sem er fædd í nóvember 2019 og Sölva, sem er fæddur akkúrat tveimur árum seinna, í nóvember 2021. Eins og foreldrar þekkja fór lífið fljótt að snúast um dagvistunarmál og þegar fæðingarorlofinu var að ljúka komst fátt annað að en vangaveltur um dagvistunarúrræði. En Gunnhildur segir þau hafa verið heppin í tilfelli Urðar. „Við vorum ótrúlega heppin með hana, þótt hún …
Sjá meira

Athugasemdir (1)