Þakklátur fyrir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Þakklátur fyrir að vera á lífi

Vinnustofa Tolla er fyrir utan borgina, þar sem náttúran er allt í kring og sjálf Esjan frekust. Það er því líkast að vera komin í listagallerí, enda vinnustofan líka gallerí. Tolla seinkar, en á vinnustofunni er hávaxinn maður sem vinnur hjá honum tvo daga í viku. Hann er einn af mörgum fyrrverandi föngum sem Tolli hefur kynnst. Í mörg ár hefur hann farið í fangelsi landsins til að aðstoða fanga þar og eftir að afplánun lýkur. Meira um það síðar.  

Allir litir heimsins virðast vera samankomnir í þessu stóra rými á Esjumelum. Þetta er svolítið eins og að stíga inn í ævintýraheim. 

Listamaðurinn mætir, heilsar hlýlega og býður til sætis. Talið berst að starfinu sem hann hefur sinnt í rúma tvo áratugi með föngum og fyrrverandi föngum.

„Ég var í 12 spora samtökunum og var að sponsa mann sem hafði ungur verið dæmdur í fangelsi fyrir morð. Hann hafði setið …

Kjósa
25
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár