Vinnustofa Tolla er fyrir utan borgina, þar sem náttúran er allt í kring og sjálf Esjan frekust. Það er því líkast að vera komin í listagallerí, enda vinnustofan líka gallerí. Tolla seinkar, en á vinnustofunni er hávaxinn maður sem vinnur hjá honum tvo daga í viku. Hann er einn af mörgum fyrrverandi föngum sem Tolli hefur kynnst. Í mörg ár hefur hann farið í fangelsi landsins til að aðstoða fanga þar og eftir að afplánun lýkur. Meira um það síðar.
Allir litir heimsins virðast vera samankomnir í þessu stóra rými á Esjumelum. Þetta er svolítið eins og að stíga inn í ævintýraheim.
Listamaðurinn mætir, heilsar hlýlega og býður til sætis. Talið berst að starfinu sem hann hefur sinnt í rúma tvo áratugi með föngum og fyrrverandi föngum.
„Ég var í 12 spora samtökunum og var að sponsa mann sem hafði ungur verið dæmdur í fangelsi fyrir morð. Hann hafði setið …
Athugasemdir