195 þúsund óheimilar uppflettingar í sjúkraskrám

Heilsu­gæsl­an á höf­uð­borg­ar­svæð­inu var sekt­uð um fimm millj­ón­ir fyr­ir að veita tólf fyr­ir­tækj­um og stofn­un­um að­gang að sam­eig­in­legu sjúkra­skrár­kerfi.

195 þúsund óheimilar uppflettingar í sjúkraskrám
Heilsugæslan áréttar að ekkert tjón hafi hlotist af uppflettingunum.

Persónuvernd sektaði Heilsugæsluna á Höfuðborgarsvæðinu (HH) um fimm milljónir króna fyrir að hafa veitt tólf aðilum aðgang að sameiginlegu sjúkraskrárkerfi HH án þess að sýna fram á að sú vinnsla persónuupplýsinga hafi verið heimil. Úrskurður þess eðlis birtist á vef Persónuverndar í gær. Málið komst upp eftir að einstaklingur kvartaði undan uppflettingum Samgöngustofu í sjúkraskrárkerfinu.

Úrskurður hvað það varðaði féll síðasta haust. Lokað var fyrir aðgang Samgöngustofu í lok september eftir að embætti Landlæknis gerði athugasemdir við aðgang Samgöngustofu. Í kjölfarið rannsakaði Persónuvernd aðganginn að kerfinu og kom þá í ljós að á meðal þeirra sem höfðu aðgang að sjúkraskrárkerfinu voru Knattspyrnusamband Íslands, Fluglæknasetrið og Janus endurhæfing. Auk þeirra höfðu eftirfarandi fyrirtæki og stofnanir aðgang að sameiginlegu sjúkraskrárkerfi HH: Heimaþjónusta Reykjavíkur, Heilsugæslan Höfði, Heilsugæslan Salahverfi, Heilsugæslan Urðarhvarfi, Heilsugæslan Höfða Suðurnesjum, Velferðarsvið Reykjavíkurborgar og Vinnumálastofnun.

195 þúsund flett upp af 517 þúsund

Í úskurðinum kemur fram að fjöldi skráðra einstaklinga sem flett hafi verið upp í kerfinu af einhverjum ofangreindra aðila, sé um 195 þúsund en í kerfinu öllu megi finna 517 þúsund einstaklinga, lífs eða liðna, innlenda sem erlenda. Ekki séu hins vegar heilsufarsupplýsingar um alla umrædda einstaklinga til staðar í grunninum, þar sem stofnun sjúklings í sjúklingagrunn geti byggt á öðrum aðstæðum en beinni heimsókn skjólstæðings í leit að heilbrigðisþjónustu.

Í úrskurðinum kemur fram að heilbrigðisstarfsmönnum sé heimilt, með leyfi ráðherra, að færa og varðveita sjúkraskrár sjúklinga sem koma til meðferðar hjá þeim í sameiginlegu rafrænu sjúkraskrárkerfi, ef sýnt er fram á að það sé til þess fallið að tryggja betur öryggi sjúklinga. Hins vegar liggur fyrir að leyfis ráðherra var ekki aflað í tilvikum sem til umfjöllunar eru í þessu máli, né var leitað staðfestingar Persónuverndar á að öryggi persónuupplýsinga væri tryggt í hinu sameiginlega sjúkraskrárkerfi. Af þessum ástæðum hafi Persónuvernd sektað HH.

Ekkert tjón

Í yfirlýsingu HH kemur meðal annars fram að í ákvörðun Persónuverndar komi fram að ekkert tjón virðist hafa orðið vegna málsins og að HH hafi brugðist hratt við athugasemdum stofnunarinnar. Eftir úttekt HH er enginn grunur um að þeir sem fengu aðgengi að sjúkraskrá með samningunum hafi misnotað aðganginn á nokkurn hátt.

Svo segir í lok yfirlýsingar: „Niðurstaða Persónuverndar var sú að HH hafi átt að afla leyfis frá stofnuninni og fá samningana staðfesta af heilbrigðisráðuneytinu, sem hafi ekki verið gert. HH gengst við því að annmarkar hafi verið á meðferð samninganna. Þegar hefur verið brugðist við athugasemdum Persónuverndar og er vinna við að fá samningana staðfesta þegar í gangi. Að öðru leyti lítur HH svo á að málinu sé lokið.“

Kjósa
22
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Ásgeir Överby skrifaði
    "Eftir úttekt HH er enginn grunur um að þeir sem fengu aðgengi að sjúkraskrá með samningunum hafi misnotað aðganginn á nokkurn hátt."
    Það verður aldrei vitað. Það er auðvelt að afrita allt sem birtisit á skjánum.
    6
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
4
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu