Elín Vigdís Guðmundsdóttir, lögfræðingur, jógakennari og formaður samtakanna SÁTT – samtaka um átraskanir og tengdar raskanir, segir að jóga og hugleiðsla hafi hjálpað henni að læra á líðan sína og að hlusta á líkamann. Hún segir að hugleiðsla og öndunaræfingar af ýmsum toga séu ómetanlegar í hraða og streitu nútímans og að iðkun jóga geti verið forvörn gegn ýmsum lífsstílstengdum kvillum og veikindum.
Jóga hjálpar fólki til að losa streitu og getur aukið almenna vellíðan. Elín talar um að hún byrji oft jógatímana sína á því að láta iðkendur „skanna“ líkamann. Oft hvílir spenna eða streita á ákveðnum stöðum í líkamanum án þess að við séum meðvituð um það. Með því að koma auga á það, getum við slakað á og fundið til dæmis kvíðahnút í maga, ótta, vöðvabólgu í öxlum eða stífni í mjöðmum. Allt þetta hjálpar okkur að mæta okkur þar sem við erum hverju sinni. Elín hefur …
Athugasemdir