Þessi grein birtist fyrir rúmlega 5 mánuðum.

Líkaminn segir okkur hvernig okkur líður

El­ín Vig­dís Guð­munds­dótt­ir, lög­fræð­ing­ur og jóga­kenn­ari, seg­ir að hug­leiðsla og önd­un­aræf­ing­ar séu ómet­an­leg tæki til að tak­ast á við streitu og jóga sé góð for­vörn gegn ýms­um lífs­stíl­stengd­um kvill­um.

Líkaminn segir okkur hvernig okkur líður
Finnur betur fyrir sér Jóga og hugleiðsla hjálpaði Elínu að ná betri tengingu við líðan sína og líkama. Mynd: Golli

Elín Vigdís Guðmundsdóttir, lögfræðingur, jógakennari og formaður samtakanna SÁTT – samtaka um átraskanir og tengdar raskanir, segir að jóga og hugleiðsla hafi hjálpað henni að læra á líðan sína og að hlusta á líkamann. Hún segir að hugleiðsla og öndunaræfingar af ýmsum toga séu ómetanlegar í hraða og streitu nútímans og að iðkun jóga geti verið forvörn gegn ýmsum lífsstílstengdum kvillum og veikindum. 

Jóga hjálpar fólki til að losa streitu og getur aukið almenna vellíðan. Elín talar um að hún byrji oft jógatímana sína á því að láta iðkendur „skanna“ líkamann. Oft hvílir spenna eða streita á ákveðnum stöðum í líkamanum án þess að við séum meðvituð um það. Með því að koma auga á það, getum við slakað á og fundið til dæmis kvíðahnút í maga, ótta, vöðvabólgu í öxlum eða stífni í mjöðmum. Allt þetta hjálpar okkur að mæta okkur þar sem við erum hverju sinni. Elín hefur …

Kjósa
9
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Grunnstoðir heilsu

Lifum á tímum mikilla upplýsinga en aldrei verið óupplýstari
ViðtalGrunnstoðir heilsu

Lif­um á tím­um mik­illa upp­lýs­inga en aldrei ver­ið óupp­lýst­ari

Geir Gunn­ar Markús­son nær­ing­ar­fræð­ing­ur seg­ir að auk­in tíðni lífs­stíls­sjúk­dóma kalli á heil­næm­ara fæði, meiri hreyf­ingu, næg­an svefn og streitu­minni lífs­stíl. Hann tel­ur að fæða okk­ar í dag sé að mörgu leyti verri en fyr­ir um 30 ár­um og að við höf­um flækt mataræð­ið. Þrátt fyr­ir mik­ið magn upp­lýs­inga þá gæti mik­ill­ar upp­lýs­inga­óreiðu þeg­ar kem­ur að nær­ingu. Geir Gunn­ar vill að fólk borði morg­un­mat til að stuðla að jafn­ari blóð­sykri og orku út dag­inn en morg­un­mat­ur­inn er á veru­legu und­an­haldi.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
FréttirGrunnstoðir heilsu

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.
Hreyfing hefur forspárgildi um hvað við getum í framtíðinni
ViðtalGrunnstoðir heilsu

Hreyf­ing hef­ur for­spár­gildi um hvað við get­um í fram­tíð­inni

Dr. Hann­es Hrafn­kels­son heim­il­is­lækn­ir seg­ir hreyf­ingu nauð­syn­leg­an hluta af þeim lífs­stíl sem all­ir eigi að hafa, einkum ef fólk vill við­halda sæmi­leg­um lífs­gæð­um á efri ár­um, geta ferð­ast og bú­ið leng­ur við sjálf­stæði. Hann seg­ir hreyf­ingu geta seink­að sjúk­dóm­um, og jafn­vel kom­ið í veg fyr­ir að fólk fái ein­hverja þeirra, en legg­ur áherslu á að hreyf­ing sé að­eins einn af mörg­um þátt­um í með­ferð margra sjúk­dóma og að hún þurfi að vera í rútínu okk­ar.
Eini Íslendingurinn til að hlaupa maraþon með tvö ígrædd líffæri
ViðtalGrunnstoðir heilsu

Eini Ís­lend­ing­ur­inn til að hlaupa mara­þon með tvö ígrædd líf­færi

Kári Guð­munds­son fékk grætt í sig nýra og bris fyr­ir átta ár­um. Hann er eini Ís­lend­ing­ur­inn sem hef­ur feng­ið tvö líf­færi og náð að hlaupa heilt og hálf mara­þon eft­ir líf­færaígræðsl­una og það oft­ar en einu sinni. Kári hafði í raun mjög lít­ið hreyft sig í gegn­um ár­in en nú hleyp­ur hann og lyft­ir til að fá auk­ið út­hald og styrk og seg­ist aldrei hafa ver­ið í betra formi, það sýni all­ar mæl­ing­ar.

Mest lesið

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
1
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
2
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár